Verkefnisstjórn um kynjaða hagstjórn og fjárlagagerð
Hlutverk verkefnisstjórnar kynjaðrar fjárlagagerðar er að fylgja eftir fimm ára áætlun um kynjaða fjárlagagerð auk þess sem hún fylgir eftir vinnu við jafnréttismat á stjórnarfrumvörpum í samstarfi við forsætisráðuneytið. Verkefnisstjórnin er skipuð fulltrúum allra ráðuneyta og leidd af fjármála- og efnahagsráðuneyti. Fulltrúar í verkefnisstjórninni eru lykilaðilar við framkvæmd kynjaðrar fjárlagagerðar í hverju ráðuneyti.
Hlutverk og skipan verkefnisstjórnarinnar hefur tekið breytingum og þróast töluvert á undanförnum árum. Verkefnisstjórn um stefnumótun og undirbúning að kynjaðri hagstjórn var fyrst skipuð árið 2009. Þá sátu í henni fulltrúar frá velferðarráðuneytinu, Jafnréttisstofu og RIKK - Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum auk fulltrúa fjármála- og efnahagsráðuneytis sem jafnframt fór með formennsku. Með skipan verkefnisstjórnarinnar var í fyrsta sinn gerð tilraun til að innleiða kynjaða hagstjórn og fjárlagagerð með heildstæðum hætti hér á landi.
Nefndarmenn:
- Marta Birna Baldursdóttir, formaður, tilnefnd af fjármála- og efnahagsráðuneyti
- Dröfn Gunnarsdóttir, tilnefnd af innviðaráðuneyti
- Einar Beinteinn Árnason, tilnefndur af menningar- og viðskiptaráðuneyti
- Gísli Rúnar Pálmason, tilnefndur af háskóla,- iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti
- Guðmann Ólafsson, tilnefndur af heilbrigðisráðuneyti
- Jóhanna Lind Elíasdóttir, tilnefnd af félags- og vinnumarkaðsráðuneyti
- Magnús Óskar Hafsteinsson, tilnefndur af matvælaráðuneyti
- Marsilía Dröfn Sigurðardóttir, tilnefnd af dómsmálaráðuneyti
- Sigurlaug Ýr Gísladóttir, tilnefnd af mennta- og barnamálaráðuneyti
- Sunna Diðriksdóttir, tilnefnd af forsætisráðuneyti
- Þ. Auður Ævarr Sveinsdóttir, tilnefnd af umhverfis,- orku og loftlagsráðuneyti
- Þórdís Steinsdóttir, tilnefnd af fjármála- og efnahagsráðuneyti
- Þórhalla Rein Aðalgeirsdóttir, tilnefnd af utanríkisráðuneyti
Skipuð: 10.05.2022
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.