Starfshópur um endurskoðun aflareglu ufsa 2024-2025
Stjórnvöld hafa sett aflareglur fyrir helstu nytjastofna sjávar til fimm ára í senn. Aflaregla ufsa rennur út eftir yfirstandandi fiskveiðiár (2024/2025). Með skipun þessarar nefndar hyggst Matvælaráðuneytið hefja endurskoðun á aflareglunni sem síðar verður metin m.t.t. sjálfbærni og hámarksafraksturs af Alþjóðahafrannsóknaráðinu (ICES).
Ráðgjöf ufsa fyrir fiskveiðiárið 2013/14 var í fyrsta skipti samkvæmt aflareglu sem hljóðaði upp á 20% af viðmiðunarstofni þar sem aflamark síðasta fiskveiðiárs vegur á móti til helmings. Form aflareglu ufsa er því það sama og í aflareglu þorsks. Árið 2019 var árangur aflareglunnar metinn og stofnmat ufsa endurskoðuð. Niðurstaðan var að aflareglan stæðist varúðarsjónarmið og leiddi til hámarksafraksturs og því var hún endurnýjuð.
Hlutverk nefndarinnar er að fara yfir árangur af núverandi aflareglu ufsa og leggja fram tillögur að mögulegum aflareglum. Við endurskoðunina nú skal við það miðað að aflareglan skili hámarksafrakstri til lengri tíma og uppfylli kröfur um varúðarsjónarmið.
Nefndin er þannig skipuð:
- Árni Sverrisson, tilnefndur af samtökum sjómanna,
- Guðmundur Þórðarson, án tilnefningar, en hann verður formaður nefndarinnar,
- Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir, tilnefnd af Háskóla Íslands,
- Bjarki Elvarsson, tilefndur af Hafrannsóknastofnun,
- Lísa Anne Libungan, tilnefnd af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi,
- Skúli Kristinn Skúlason, án tilnefningar og
- Örn Pálsson, tilnefndur af Landssambandi smábátaeigenda.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.