Hoppa yfir valmynd

Stýrihópur um eftirlitskerfi með hollustuháttum og mengunarvörnum og matvælum

Skipaður 17. maí 2024.

Í ágúst 2023 skilaði starfshópur um fyrirkomulag eftirlits með hollustuháttum og mengunarvörnum og matvælum frá sér skýrslu þar sem lagðar eru til breytingar á fyrirkomulagi eftirlits. Í dag er yfirstjórn þessara málaflokka hjá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu og matvælaráðuneytinu. Meginábyrgð á framkvæmd og samræmingu eftirlits er hjá Umhverfisstofnun og Matvælastofnun, en dagleg framkvæmd eftirlitsins að verulegum hluta í höndum heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga. Um er því að ræða flókið samspil alls ellefu stofnana á tveimur stjórnsýslustigum ríkis og sveitarfélaga þar sem m.a. reynir á innleiðingu og framkvæmd umfangsmikillar EES-löggjafar.

Þær úrbætur sem áður hafa verið gerðar verið á fyrirkomulagi eftirlits hafa, að mati starfshópsins, einkennst af bútasaumi og löngu tímabært að ráðist verði í heildstæða endurskoðun á núverandi kerfi. Ýmsir gallar séu á fyrirkomulagi og framkvæmd eftirlits eins og það er skipulagt í dag. Ósamræmi í framkvæmd sé of mikið, stjórnsýsla of flókin, það skorti yfirsýn og misbrestir kerfisins hafi neikvæð áhrif á atvinnulíf og samkeppnishæfni Íslands. Þá séu vannýtt tækifæri til skilvirkni, einföldunar og starfrænnar þróunar.

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og matvælaráðuneytið hafa ákveðið að skipa stýrihóp til þess að rýna tillögur og ólíkar sviðsmyndir starfshópsins og koma með tillögu að þeirri sviðsmynd sem er best til þess fallin að tryggja skilvirka framkvæmd eftirlits. Starfshópurinn skal einnig leggja drög að innleiðingu á miðlægu umsýslukerfi sem tryggir samræmda framkvæmd frá móttöku umsóknar til framkvæmdar eftirlits.

Verkefni stýrihópsins er að hafa yfirumsjón með verkefninu og verkþáttum þess. Gert er ráð fyrir að stýrihópurinn hafi umsjón með samantekt á forsendum og ávinningsmati verkefnisins, samráði við hagsmunaaðila og undirbúningi á innleiðingu breytinga.

Gert er ráð fyrir að stýrihópurinn skili niðurstöðum fyrir 1. nóvember 2024.

Án tilnefningar
Steinunn Fjóla Sigurðardóttir, formaður

Samkvæmt tilnefningu matvælaráðuneytisins
Kolbeinn Árnason, varaformaður

Samkvæmt tilnefningu innviðaráðuneytisins
Aðalsteinn Þorsteinsson

Samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga
Valgerður Rún Benediktsdóttir

Samkvæmt tilnefningu Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi
Hörður Þorsteinsson

Samkvæmt tilnefningu Samtaka atvinnulífsins
Benedikt S. Benediktsson

Með starfshópnum mun starfa ráðgjafi sem og tveir starfsmenn frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu og matvælaráðuneytinu.


Tímabundnar nefndir
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum