Framkvæmdahópur um óstaðbundin störf
Í stjórnarsáttmála Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs frá því í nóvember 2021 segir að til að styðja við byggðaþróun og valfrelsi í búsetu verði störf hjá ríkinu ekki staðbundin nema eðli starfsins krefjist þess sérstaklega. Í byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036, sem samþykkt var einróma á Alþingi í júní 2022, er aðgerð B.7 Óstaðbundin störf sem fjallar sérstaklega um þetta.
Með vísan í samþykkt ríkisstjórnar, dags. 31. janúar 2023, hefur innviðaráðherra skipað framkvæmdahóp um óstaðbundin störf sem hefur það hlutverk að fylgja verkefninu eftir.
Framkvæmdahópurinn er þannig skipaður:
Aðalsteinn Þorsteinsson, fulltrúi innviðaráðherra og formaður hópsins,
Aldís Magnúsdóttir, fulltrúi fjármála- og efnahagsráðherra,
Dagný Jónsdóttir, fulltrúi forsætisráðherra.
Með hópnum starfa sérfræðingar hjá innviðaráðuneytinu. Mannauðsstjórar ráðuneyta munu jafnframt koma að aðgerðinni með beinum hætti og hún unnin í nánu samstarfi allra ráðuneyta, Byggðastofnunar, Fjársýslu ríkisins, Félags forstöðumanna ríkisstofnana og annarra hlutaðeigandi aðila.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.