Hoppa yfir valmynd

Vinnuhópur um innleiðingu mönnunarviðmiða í hjúkrun

Í maí 2023 skipaði heilbrigðisráðherra vinnuhóp sem skoðaði mönunarviðmið í hjúkrun þar sem þau hafa verið innleidd og jafnframt var honum ætlað að skoða mönnunarviðmið í hjúkrun á bráðalegudeildum Sjúkrahússins á Akureyri og Landspítala. Hópurinn skilað nðurstöðu í júní 2024.

Á grundvelli þeirrar vinnu hefur heilbrigðisráðherra skipað vinnuhóp sem skal hefja innleiðingu á verklagi um mönnunarviðmið í hjúkrun á bráðalegudeildum Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri. Verkefni vinnuhópsins er að kostnaðargreina mönnunarviðmiðin, skilgreina mælikvarða um mönnun í hjúkrun, útkomu sjúklinga og starfsfólks og viðbragðs við ónógri mönnun. 
Gert er ráð fyrir að vinnuhópurinn skili tillögum til ráðherra eigi síðar en 1. október 2025. 

Þegar ofangreindu verkefni verður lokið skal vinnuhópurinn skoða hvaða mælitæki á hjúkrunarþyngd henti best á sjúkradeildum heilbrigðisstofnana. Með vinnuhópnum munu starfa fulltrúar frá þeirri heilbrigðisstofnun sem er til skoðunar hverju sinni. Niðurstaða vinnuhópsins hvað þennan áfanga varðar skal liggja fyrir eigi síðar en 1. apríl 2026.

Vinnuhópinn skipa

  • Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, tilnefnd af Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, formaður
  • Elín Jóhanna G. Hafsteinsdóttir, tilnefnd af Landspítala
  • Ólafur Guðbjörn Skúlason, tilnefndur af Landspítala
  • Bryndís Guðmundsdóttir, tilnefn af Landspítala
  • Hulda Ringsted, tilnefnd af Sjúkrahúsinu á Akureyri
  • Dagmar Huld Matthíasdóttir, fulltrúi heilbrigðisráðuneytisins, án tilnefningar

    Starfsmaður vinnuhópsins er Andrea Jónsdóttir, sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu.

Vinnuhópurinn er skipaður af heilbrigðisráðherra 12. mars 2025.

 

Tímabundnar nefndir
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta