Starfshópur varðandi aðgerðaáætlun um hvernig laða megi lækna heim til starfa á Íslandi
Hlutverk starfshópsins er að kortleggja markvisst fjölda íslenskra sérfræðilækna erlendis og þeirra lækna sem stunda sérnám erlendis og framtíðaráform þeirra er varðar búsetu. Starfshópnum er falið að leggja fram tímasetta aðgerðaáætlun um þær leiðir sem eru færar til að laða lækna aftur heim til starfa. Skal starfshópurinn byrja á kortlagningu lækna á Norðurlöndum.
Kortlagningunni verði fylgt eftir með vettvangsferð starfshópsins til þeirra staða þar sem flestir þessara lækna starfa og/eða stunda nám. Í kjölfarið skili hópurinn samantekt í skýrslu, eigi síðar en 1. ágúst 2025, þar sem fram komi tillögur til stjórnvalda um hvernig styðja megi við lækna sem flytja aftur heim til landsins í tilgreindan tíma, eftir nám og/eða störf erlendis. Tillögur hópsins geta m.a. lotið að einhvers konar umbun t.d. í formi skattaafsláttar, niðurfellingar námslána að hluta eða öllu leyti og/eða endurgreiðslna vegna flutningskostnaðar.
Í kjölfarið eigi heilbrigðisráðuneytið og Læknafélag Íslands reglulega samvinnu um að uppfæra upplýsingar um nýjar ráðningar lækna erlendis frá og nýti þær til þess að meta þörfina á löðun frá mismundandi löndum og landsvæðum erlendis.
Fyrsti eftirfylgnifundur verði haldinn fyrir 1. nóvember 2025. Fjármögnun verkefnisins og aðgerðaráætlunarinnar er á ábyrgð heilbrigðisráðuneytisins. Gert er ráð fyrir að þessi samvinna verði fast verkefni aðila til framtíðar.
Starfshópinn skipa
- Gunnar Thorarensen, tilnefndur af Landspítala, formaður
- Ester Petra Gunnarsdóttir, án tilnefningar, varaformaður
- Steinunn Þórðardóttir, tilnefnd af Læknafélagi Íslands
- Ragnar Freyr Ingvarsson, tilnefndur af Læknafélagi Íslands
Varamenn
- Kolbrún Pálsdóttir, tilnefnd af Landspítala án tilnefningar
- Viktor M. Alexandersson, án tilnefningar
- Theódór Skúli Sigurðsson, tilnefndur af Læknafélagi Íslands
- Emma Dögg Ágústsdóttir Hafberg, tilnefnd af Læknafélagi Íslands
Starfshópurinn er skipaður af heilbrigðisráðherra 17. mars 2025.