Hoppa yfir valmynd

Starfshópur um endurskoðun laga um verndar- og orkunýtingaráætlun

Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Skipaður 26. janúar 2024.
Umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytið hefur ákveðið að skipa starfshóp til að skoða og gera tillögur í formi frumvarps og greinargerðar til ráðuneytisins um endurskoðun laga 48/2011, um verndar- og orkunýtingaráætlun. Hópnum ber að leggja sérstaka áherslu á að auka skilvirkni í kerfinu í heild og einföldun regluverks.

Á starfstíma hópsins er gert ráð fyrir ítarlegu samráði við fyrirtæki, stofnanir og samtök sem hafa með málefni orkunýtingar og náttúruverndar að gera, auk samtaka sveitarfélaga.

Gert er ráð fyrir að hægt verði að leggja fram frumvarp til laga á grundvelli tillagna hópsins eigi síðar en á 155. löggjafarþingi.

Starfshópurinn er þannig skipaður:
Hilmar Gunnlaugsson. hrl., formaður,
Björt Ólafsdóttir, fyrrv. ráðherra umhverfis- og auðlindamála,
Kolbeinn Óttarsson Proppé. fyrrv. alþingismaður.

Með hópnum starfa Sigríður Svana Helgadóttir og
Hafsteinn S. Hafsteinsson, lögfræðingar í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu.


Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta