Hoppa yfir valmynd

Starfshópur um rétta þjónustu á réttum stað

Í heilbrigðisstefnu til 2030 um rétta þjónustu á réttum stað er fjallað um veitingu heilbrigðisþjónustu; flokkun í fyrsta, annars og þriðja stigs þjónustu; þjónustustýringu, öryggi hagkvæmni og jafnræði þjónustunnar; og fjarheilbrigðisþjónustu.
Ráðherra skipar starfshóp til stöðugreiningar á þessum þætti heilbrigðisstefnu og jafnframt tillögur að aðgerðum til að ná þeim markmiðum sem ekki hefur þegar verið náð.
Verkefnum starfshópsins verður skipt upp í tvo megin þætti sem báðir eiga að vinnast innan skipunartíma. Hópnum er í fyrsta lagi falið að stöðugreina ofangreind markmið heilbrigðisstefnu og þær áætlanir og áskoranir sem síðar hafa bæst við. 
Í öðru lagi að leggja fram tillögur að þeim aðgerðum sem nauðsynlegar eru til að ná framangreindum markmiðum. Til hliðsjónar við vinnuna skal m.a. litið til skýrslu McKinsey frá árinu 2021 um framþróun þjónustu Landspítala ásamt fyrirliggjandi stefnum og áherslum stjórnvalda. 
Þá er hópnum falið að skoða hvernig stigunin í fyrsta, annars og þriðja stigs þjónustu birtist þar sem mörk milli þjónustustiga eru ekki skýr og hvernig sú flokkun nýtist í að leiða notendur þjónustunnar í gegnum kerfið þar sem fyrsta stigs þjónusta á að vera fyrsti viðkomustaður.

Starfshópinn skipa

  • Gylfi Ólafsson, án tilnefningar, formaður
  • Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, tilnefnd af Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
  • Helgi Þór Leifsson, tilnefndur af Sjúkrahúsinu á Akureyri
  • Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir, tilnefnd af Heilbrigðisstofnun Suðurlands
  • Þórarinn Guðnason, tilnefndur af Samtökum heilbrigðisfyrirtækja
  • María Fjóla Harðardóttir, tilnefnd af Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu
  • Arnór Víkingsson, tilnefndur af Landspítala
  • Hrefna Þengilsdóttir, tilnefnd af embætti landslæknis
  • Sigurður Helgi Helgason, tilnefndur af Sjúkratryggingum Íslands

Hrafnhildur Ýr Erlendsdóttir, sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu, er starfsmaður hópsins.

Starfshópurinn er skipaður af heilbrigðisráðherra þann 20. júní 2024 og er gert ráð fyrir að hópurinn skili ráðherra skýrslu um stöðu markmiða og tillögum að aðgerðum, fyrir 20. desember 2024.

 

Tímabundnar nefndir
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum