Ráðgjafarnefnd um uppruna og ræktun íslenska hestsins
Samkvæmt ákvæðum 7. gr. reglugerðar nr. 948/2002 sem síðari breytingum um uppruna og ræktun íslenska hestsins, skipar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þriggja manna nefnd til að vera ráðgefandi við mótun, framkvæmd og breytingar á þeim reglum sem getið er í viðauka reglugerðarinnar. Nefndin hafi það að leiðarljósi að tryggja fagleg vinnubrögð og alþjóðlega sátt um reglurnar. Nefndin er samráðsvettvangur íslenskra stjórnvalda, Bændasamtaka Íslands og alþjóðasamfélagsins um ræktun íslenska hestsins. Nefndin er einnig til ráðgjafar um önnur atriði sem tengjast reglugerð þessari. Í nefndinni eiga sæti; landsráðunautur í hrossarækt, ræktunarfulltrúi FEIF auk formanns sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipar án tilnefningar.
Í nefndinni eiga sæti:
- Ágúst Sigurðsson, erfðafræðingur og sveitarstjóri, skipaður formaður án tilnefningar
- Þorvaldur Kristjánsson, ráðunautur, fulltrúi Bændasamtaka Íslands
- Inge Kringeland, ræktunarfulltrúi FEIF.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.