Hoppa yfir valmynd

Starfshópur um undirbúning að stofnun þjóðgarðs í Þórsmörk

Skipaður 3. júlí 2024.

Starfshópnum er falið að undirbúa og meta kosti þess að stofna þjóðgarð á Þórsmerkursvæðinu, með tilliti til áhrifa á samfélag þróun ferðaþjónustu á svæðinu, umhverfi og efnahag.

Á fundi umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra með fulltrúum sveitarfélagsins Rangárþingi eystra þann 16. janúar sl. var farið yfir sýn sveitarfélagsins og helstu hagsmunamál svæðisins.
Á fundinum kom fram það sjónarmið heimafólks að meginviðfangsefni svæðisins snúi öll að því að styrkja samkeppnisstöðu svæðisins til búsetu, svo sem áfangastað ferðafólks með stofnun þjóðgarðs á svæðinu og stuðla að fjármögnun á innviðauppbyggingu á svæðinu til að mæta auknum straumi ferðafólks á svæðinu. Sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur óskað eftir því, sbr. bókun á fundi sveitarstjórnar þann 16. maí sl., að umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefji skoðun á fýsileika þess að stofna þjóðgarð í Þórsmörk samkvæmt lögum um náttúruvernd.

Óskað er eftir að starfshópurinn hafi samráð við forsætisráðuneytið vegna þjóðlendumála, viðkomandi sveitarfélög, Land- og skóg og aðra hagsmunaaðila.

Áætlað er að starfshópurinn skili tillögum til umhverfis-, orku- og auðlindaráðherra eigi síðar en 15. nóvember 2024.

Starfshópurinn er þannig skipaður:

Drífa Hjartardóttir, formaður,
Anton Kári Halldórsson
Rafn Bergsson.

Með hópnum mun starfa sérfræðingur frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti.

Tímabundnar nefndir
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum