Starfshópur um endurskoðun siðareglna
Hlutverk starfshópsins er að:
a. leiða vinnu við endurskoðun á siðareglum ráðherra, starfsfólks Stjórnarráðsins og ríkisstarfsmanna, m.a. með það að markmiði að tryggja heildarsýn og samræmi siðareglnanna,
b. taka afstöðu til þess hvort setja þurfi siðareglur fyrir aðstoðarmenn ráðherra og fleiri hópa innan stjórnsýslunnar,
c. móta áætlun um reglubundna þjálfun allra starfsmanna um siðareglur og opinber heilindi,
d. móta tillögur um hvernig stuðla megi að því að umræða innan stjórnsýslunnar um heilindi, siðferði í opinberu starfi og fagmennsku sé fastur liður í starfi hennar,
e. útbúa sértækt námsefni fyrir opinbera starfsmenn um siðferðileg álitamál og heilindi í opinberu starfi, þ. á m. dæmasöfn.
Starfshópurinn skili skýrslu til forsætisráðherra um framangreind atriði í síðasta lagi 1. september 2023.
Starfshópinn skipa:
- Sigurður Kristinsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, formaður.
- Ásthildur Valtýsdóttir, lögfræðingur í forsætisráðuneytinu.
- Halldóra Friðjónsdóttir, sérfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu.
- Páll Rafnar Þorsteinsson, doktor í heimspeki, tilnefndur af Siðfræðistofnun Háskóla Íslands.
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.