Verkefnastjórn um gerð landsáætlunar um innleiðingu á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram að lögfesta skuli samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) á kjörtímabilinu. Landsáætlun um innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verður megin verkfæri stjórnvalda í heildstæðri stefnumótun í málaflokki fatlaðs fólks og mun ná til allra þeirra málasviða sem falla undir samninginn.
Verkefnið verður unnið í víðtæku samráði og með þátttöku fatlaðs fólks, ráðuneyta, sveitarfélaga, hagsmunasamtaka, einstaklinga og almennings.
Formaður verkefnastjórnar er Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, verkefnastjóri er Þór Garðar Þórarinsson, sérfræðingur hjá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti.
Að öðru leyti er verkefnastjórnin skipuð svo:
- Elísabet Gísladóttir, varaformaður, tilnefnd af forsætisráðuneyti
- Guðlín Steinsdóttir, tilnefnd af heilbrigðisráðuneyti,
- Þór Hauksson Reykdal, tilnefndur af mennta- og barnamálaráðuneyti
- Hlynur Hreinsson, tilnefndur af fjármálaráðuneytinu
- Valdís Ösp Árnadóttir, tilnefnd af innviðaráðuneyti
- Halla Tinna Arnardóttir tilnefnd af dómsmálaráðuneyti
- Arne Friðrik Karlsson, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
- María Ingibjörg Kristjánsdóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
- Alma Ýr Ingólfsdóttir, tilnefnd af Öryrkjabandalagi Íslands,
- Héðinn Unnsteinsson, tilnefndur af Geðhjálp,
- Unnur Helga Óttarsdóttir, tilnefnd af Landssamtökunum Þroskahjálp
- Laufey Elísabet Löve, tilnefnd af fötlunarfræði félagsvísindasviðs Háskóla Íslands
Til vara:
- Guðjón Björn Guðbjartsson, tilnefndur af forsætisráðuneyti
- Ragnheiður Bóasdóttir, tilnefnd af mennta- og barnamálaráðuneyti
- Marta Guðrún Skúladóttir, tilnefnd af fjármála- og efnahagsráðuneytinu
- Hanna Dóra Másdóttir, tilnefnd af innviðaráðuneytinu
- Kjartan Jón Bjarnason, tilnefndur af dómsmálaráðuneytinu
- Helga Jóna Benediksdóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
- Svala K. Hreinsdóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
- Þuríður Harpa Sigurðardóttir, tilnefnd af Öryrkjabandalagi Íslands
- Árni Múli Jónasson, tilnefndur af Landsamtökunum Þroskahjálp
- Hanna Björg Sigurjónsdóttir, tilnefnd af fötlunarfræði félagsvísindasviðs Háskóla Íslands
Starfsmaður verkefnastjórnar er Anna Klara Georgsdóttir, sérfræðingur hjá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu.
Ekki er greidd þóknun fyrir setu í verkefnastjórninni af hálfu ráðuneytisins.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.