Starfshópur um útfærslu tillagna um fyrirkomulag þjónustu vegna ofbeldis.
Starfshópnum er falið er að skoða og meta hvaða laga- og reglugerðabreytinga er þörf sbr. tillögur ofangreinds starfshóps, kostnaðarmeta tillögur hópsins og forgangsraða þeim. Starfshópurinn hafi einnig til hliðsjónar niðurstöður greiningar á stöðu þjónustumiðstöðva sem veita þolendum ofbeldis stuðning og ráðgjöf sem unnin var að beiðni Ríkislögreglustjóra, í samvinnu við félags- og vinnumarkaðsráðherra og heilbrigðisráðherra. Þá skal starfshópurinn hafa víðtækt samráð við hagaðila og aðra sem koma að þjónustu við þolendur og gerendur ofbeldis.
Starfshópinn skipa eftirfarandi fulltrúar:
- Arndís Soffía Sigurðardóttir, án tilnefningar, formaður.
- Lovísa Lilliendahl, tilnefnd af félags- og vinnumarkaðsráðuneyti
- Ingigerður Bjarndís Írisar Ágústsdóttir, tilnefnd af forsætisráðuneyti
- Kjartan Jón Bjarnason, tilnefndur af dómsmálaráðuneyti
- Ester Petra Gunnarsdóttir, tilnefnd af heilbrigðisráðuneyti
- Hjalti Ómar Ágústsson, tilnefndur af Jafnréttisstofu
- Eygló Harðardóttir, tilnefnd af Ríkislögreglustjóra
- Óli Ingi Ólason, tilnefnd af Ríkissaksóknara
- Þóra Kemp, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
- Halldóra Dýrleifar Gunnarsdóttir, tilnefnd af Bjarkarhlíð
Í samræmi við reglur um nefndarstörf á vegum ríkisins er ekki greitt sérstaklega fyrir setu í starfshópnum.
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.