Starfshópur um lagaumgjörð hvalveiða
Skipaður hefur verið starfshópur til að rýna og skila skýrslu um stjórnsýslu og lagaumgjörð hvalveiða, þ.m.t. alþjóðlegar skuldbindingar ríkisins, og valdheimildir og skyldur stjórnvalda á þeim grundvelli. Markmið skýrslunnar er að vera grundvöllur fyrir framtíðarstefnumótun á málefnasviði hvalveiða, til að efla faglegan grundvöll ákvarðanatöku og stuðla að bættri stjórnsýslu til frambúðar.
Eftirtaldir eru skipaðir í starfshópinn:
Þorgeir Örlygsson, formaður
Aðalheiður Jóhannsdóttir
Árni Kolbeinsson
Snjólaug Árnadóttir
Trausti Fannar Valsson
Ásgerður Snævarr
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.