Verkefnisstjórn um markaðsverkefni í þágu íslenskrar ferðaþjónustu
Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Íslandsstofa undirrituðu þann 3. apríl sl. samning um markaðsverkefni í þágu íslenskrar ferðaþjónustu sem hluta af efnahagsaðgerðum stjórnvalda vegna COVID-19 faraldursins. Verkefnið verður starfrækt á völdum erlendum mörkuðum. Markmið þess er að auka eftirspurn eftir íslenskri ferðaþjónustu, styrkja ímynd Íslands sem áfangastaðar og viðhalda samkeppnisstöðu íslenskrar ferðaþjónustu og annarra útflutningsgreina. Það verður unnið í samræmi við framtíðarsýn og leiðarljós íslenskrar ferðaþjónustu til 2030 sem ber yfirskriftina „Leiðandi í sjálfbærri þróun“ og langtímastefnu stjórnvalda og atvinnulífs fyrir íslenskan útflutning.
Verkekefnisstjórnina skipa:
- Agnar Lemacks formaður, tilnefndur af ráðherra
- Unnur Valborg Hilmarsdóttir, tilnefnd af ráðherra
- Sunna Þórðardóttir, tilnefnd af ráðherra
- Gísli S. Brynjólfsson, tilnefndur af Samtökum ferðaþjónustunnar
- Atli Sigurður Kristjánsson, tilnefndur af Samtökum ferðaþjónustunnar
- Karitas Kjartansdóttir, tilnefnd af Samtökum ferðaþjónustunnar
- Eva María Þórarinsdóttir Lange, tilnefnd af Samtökum ferðaþjónustunnar
- Elín Árnadóttir, tilnefnd af Samtökum ferðaþjónustunnar
- Arna Schram, tilnefnd af Reykjavíkurborg
- Arnheiður Jóhannsdóttir, tilnefnd af Markaðsstofum landshlutanna
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.