Hoppa yfir valmynd

Verkefnisstjórn um markaðsverkefni í þágu íslenskrar ferðaþjónustu

Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Íslandsstofa undirrituðu þann 3. apríl sl. samning um markaðsverkefni í þágu íslenskrar ferðaþjónustu sem hluta af efnahagsaðgerðum stjórnvalda vegna COVID-19 faraldursins. Verkefnið verður starfrækt á völdum erlendum mörkuðum. Markmið þess er að auka eftirspurn eftir íslenskri ferðaþjónustu, styrkja ímynd Íslands sem áfangastaðar og viðhalda samkeppnisstöðu íslenskrar ferðaþjónustu og annarra útflutningsgreina. Það verður unnið í samræmi við  framtíðarsýn og leiðarljós íslenskrar ferðaþjónustu til 2030 sem ber yfirskriftina „Leiðandi í sjálfbærri þróun“ og langtímastefnu stjórnvalda og atvinnulífs fyrir íslenskan útflutning.

Verkekefnisstjórnina skipa:

  • Agnar Lemacks formaður, tilnefndur af ráðherra
  • Unnur Valborg Hilmarsdóttir, tilnefnd af ráðherra
  • Sunna Þórðardóttir, tilnefnd af ráðherra
  • Gísli S. Brynjólfsson, tilnefndur af Samtökum ferðaþjónustunnar
  • Atli Sigurður Kristjánsson, tilnefndur af Samtökum ferðaþjónustunnar
  • Karitas Kjartansdóttir, tilnefnd af Samtökum ferðaþjónustunnar
  • Eva María Þórarinsdóttir Lange, tilnefnd af Samtökum ferðaþjónustunnar
  • Elín Árnadóttir, tilnefnd af Samtökum ferðaþjónustunnar
  • Arna Schram, tilnefnd af Reykjavíkurborg
  • Arnheiður Jóhannsdóttir, tilnefnd af Markaðsstofum landshlutanna
Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta