Hoppa yfir valmynd

Starfshópur um aukin náms- og starfstækifæri fyrir fatlað fólk

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið
Í sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs kemur meðal annars fram að tryggja eigi menntunartækifæri fyrir fatlað fólk og að sérstaklega verði horft til þess að bæta afkomu örorkulífeyrisþega og möguleika þeirra til virkni, menntunar og atvinnuþátttöku á eigin forsendum. 

Helstu verkefni starfshópsins eru:

- Að kortleggja aðgengi fullorðins fatlaðs fólks að námi, þjálfun og stuðningsúrræðum innan skóla og stofnana, hjá fræðsluaðilum og í atvinnulífi. 
- Að útbúa yfirlit yfir fjölbreytileika námstilboða og hvort og hvernig auka megi stíganda og samfellu í námi.  
- Að taka saman upplýsingar um fjármögnun náms- og stuðningsúrræða fyrir fatlað fólk og meta hvort fá megi betri yfirsýn yfir greiðsluþátttöku eða kostnaðarfyrirkomulag.
- Að koma með tillögur að þróun náms- og stuðningsúrræða fyrir fatlað fólk, meðal annars út frá stafrænum lausnum, nýrri þekkingu eða aðferðum sem auðvelda framkvæmd náms án aðgreiningar. 

Hópurinn skal í vinnu sinni hafa til hliðsjónar samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Starfshópinn skipa:
  • Sara Dögg Svanhildardóttir, án tilnefningar, formaður.
  • Tryggvi Haraldsson, án tilnefningar
  • Bergþóra Hrönn Guðjónsdóttir, tilnefnd af Alþýðusambandi Íslands.
  • Þóra Kristín Þórsdóttir, tilnefnd af Bandalagi háskólamanna.
  • Arna Jakobína Björnsdóttir, tilnefnd af BSRB.
  • Einar Mar Þórðarson, tilnefndur af fjármála- og efnahagsráðuneyti.
  • Helga Gísladóttir, tilnefnd af Fjölmennt.
  • Hildur Bettý Kristjánsdóttir, tilnefnd af Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.
  • Elín Ebba Ásmundsdóttir, tilnefnd af Geðhjálp.
  • Guðmundur Ármann Pétursson, tilnefndur af háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti.
  • Jóhanna Sigurjónsdóttir, tilnefnd af innviðaráðuneyti.
  • Ægir Karl Ægisson, tilnefndur af Kennarasambandi Íslands.
  • Þór Hauksson Reykdal, tilnefndur af mennta- og barnamálaráðuneyti.
  • Heiðrún Björk Gísladóttir, tilnefnd af Samtökum atvinnulífsins.
  • Þóra Einarsdóttir, tilnefnd af samstarfsnefnd háskólastigsins. 
  • Arne Friðrik Karlsson, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
  • Eyjólfur Sturlaugsson, tilnefndur af Símennt, samtök fræðslu- og símenntunarmiðstöðva.
  • Kristjana Ingibergsdóttir, tilnefnd af Skólameistarafélagi Íslands.
  • Björn Finnbogason, tilnefndur af Vinnumálstofnun.
  • Þórir Gunnarsson, tilnefndur af Þroskahjálp.
  • Sunna Elvíra Þorkelsdóttir, tilnefnd af Öryrkjabandalagi Íslands.

Starfsmenn hópsins eru:

Áslaug Melax, sérfræðingur hjá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti, og Hildur Margrét Hjaltested, lögfræðingur hjá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti.

Gert er ráð fyrir að starfhópurinn ljúki störfum fyrir 1. maí 2023.

Í samræmi við reglur um nefndarstörf á vegum ríkisins er ekki greitt sérstaklega fyrir setu í starfshópnum. 

Skipaður af félags- og vinnumarkaðsráðherra í desember 2022.

 
Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta