Hoppa yfir valmynd

Starfshópur um tillögu að nýjum samningi um samræmda móttöku flóttafólks.

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Meginhlutverk starfshópsins er að endurskoða fyrri samning um samræmda móttöku flóttafólks og koma með tillögu að nýjum samningi til framtíðar með aðkomu allra þeirra ráðuneyta sem sinna málaflokknum. Þjónusta samkvæmt samningnum kemur til viðbótar við skyldu sveitarfélaga til að veita umræddum einstaklingum þjónustu samkvæmt gildandi lögum, svo sem lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991. Gert er ráð fyrir að í tillögunni sé tekið mið af aukinni áherslu á inngildingu flóttafólks hér á landi með það að markmiði að auka tækifæri fólksins til þátttöku í samfélaginu, ekki síst barna, þannig að það standi jafnfætis innfæddum og að komið sé í veg fyrir stéttaskiptingu.

Starfshópurinn skal skila tillögum að nýjum samningi eigi síðar en 30. júní 2024 og lýkur þar með skipun hans.

 Starfshópur um tillögu að nýjum samningi um samræmda móttöku flóttafólks er þannig skipaður:

  • Áshildur Linnet, án tilnefningar, formaður
  • Ásta Margrét Sigurðardóttir, án tilnefningar til vara
  • Angela G. Eggertsdóttir, tilnefnd af heilbrigðisráðuneyti
  • Sigrún Dögg Kvaran, tilnefnd af innviðaráðuneyti
  • Elmar Björnsson, tilnefndur til vara af innviðaráðuneyti
  • Óttarr Ólafur Proppé, tilnefndur af mennta- og barnamálaráðuneyti
  • Linda Rós Alfreðsdóttir, tilnefnd til vara af mennta- og barnamálaráðuneyti
  • María Ingibjörg Kristjánsdóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
  • Hera Ósk Einarsdóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
  • Sigþrúður Erla Arnardóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga

 

Ekki er greitt sérstaklega fyrir setu í starfshópnum af hálfu ráðuneytisins.

Starfsmaður hópsins er Hildur Margrét Hjaltested.

Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta