Landsnefnd um vísindastarf vegna loftslagsbreytinga
Skipuð 29. nóvember 2024.
Nefndin er skipuð til þriggja ára á grundvelli 5. gr. d í lögum nr. 70/2012 um loftslagsmál sem kveður á um leiðandi hlutverk Veðurstofu Íslands við skýrslugerð um áhrif loftslagsbreytinga og í samhengi við úttektarskýrslur milliríkjanefndar S.þ. (IPCC) sem stofnunin er tengiliður við.
Landsnefnd um vísindastarf vegna loftslagsbreytinga er ætlað að hafa ráðgefandi hlutverk gagnvart ráðuneyti, Veðurstofu Íslands og Umhverfisstofnun, og samhæfingar- og stuðningshlutverk gagnvart vísindanefndum á sviði loftslagsmála.
Landsnefnd skal bera ábyrgð á eftirfarandi sífelluverkefnum:
- Að styðja við skipulagningu og þátttöku Íslands innan IPCC, m.a. með því að rýna ítarlega efni sem lagt er fyrir fundi IPCC, og einnig að rýna drög að skýrslum og kalla eftir umsögnum sérfræðinga um ákveðna málaflokka til undirbúnings fyrir samþykktarþing IPCC;
- Að vera ráðgefandi um skipulag samráðs og samþættingu loftslagstengdrar starfsemi stofnana og annarra stjórnvalda og tryggja aðgengi nauðsynlegra upplýsinga fyrir hnitmiðaða stýringu og þekkingarsköpun. Þetta á m.a. við um starfsemi skrifstofu loftslagsþjónustu og aðlögunar hjá Veðurstofu Íslands og skipulag samráðs annarra rannsóknarstofnana, háskólasamfélagsins og hagaðila.
- Gera tillögu til ráðherra að starfsemi og skipun vinnuhópa vísindafólks fyrir næstu vísindaskýrslur að fyrirmynd vinnuhópa IPCC.
Landsnefndin er þannig skipuð:
Án tilnefningar
Hildigunnur H.H. Thorsteinsson, formaður,
Halldór Þorgeirsson
Steinunn Fjóla Sigurðardóttir
Samkvæmt tilnefningu háskólasamfélagsins
Skúli Skúlason
Brynhildur Bjarnadóttir
Samkvæmt tilnefningu Umhverfisstofnunar
Nicole Keller
Birgir Urbancic Ásgeirsson, varafulltrúi,
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.