Þjóðgarðsráð fyrir Þjóðgarðinn Snæfellsjökul
Skipað 17. mars 2022
Þjóðgarðsráð er skipað til fjögurra ára í senn og skal starfa með Umhverfisstofnun sem fer með stjórn þjóðgarðsins og hefur umsjón með verndarsvæðinu í samræmi við 2. mgr. 13. gr. og 79. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd.
Hlutverk þjóðgarðsráðs er að fjalla um framkvæmdaáætlun og áherslur fyrir þjóðgarðinn, samvinna við gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir þjóðgarðinn, ásamt endurskoðun og breytingar á henni og önnur stefnumarkandi mál er varða þjóðgarðinn, s.s. um þjónustu og atvinnustefnu í þjóðgarðinum.
Þjóðgarðsráðið er þannig skipað:
Án tilnefningar
Kristinn Jónasson, formaður,
Samkvæmt tilnefningu umhverfis- og náttúruverndarsamtaka
Anna Hallgrímsdóttir
Samkvæmt tilnefningu samtaka útivistarfélaga
Sigurður Guðjónsson
Samkvæmt tilnefningu Umhverfisstofnunar
Inga Dóra Hrólfsdóttir
Samkvæmt tilnefningu Minjastofnunar Íslands
Magnús A. Sigurðsson
Samkvæmt tilnefningu ferðamálasamtaka Snæfellsness
Þórður I. Runólfsson
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.