Framhaldshópur til að vinna að endurskoðun á verklagi við forgangsröðun í hjúkrunarrými á landsvísu
Með bréfi dags. 25. janúar 2024 skipaði ráðherra aðgerðahóp um endurskoðað verklag við forgangsröðun í hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu. Hópurinn hefur lokið störfum og skilað tillögum sínum til ráðherra í skýrslu.
Ráðherra ákvað að skipa framhaldshóp til að vinna áfram að endurskoðun á verklagi við forgangsröðun í hjúkrunarrými á landsvísu.
Endurskipuðum starfshópi er falið að skila heilbrigðisráðherra skýrum tillögum um ferlagreiningar og umbótatillögum þar um.
Starfshópinn skipa
- Berglind Magnúsdóttir, sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu, formaður
- Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, tilnefnd af Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
- Anna Björg Jónsdóttir, tilnefnd af Landspítala
- Anna Sigrún Baldursdóttir, tilnefnd af Heimaþjónustu Reykjavikur
- Sigurjón Norberg Kjærnested, tilnefndur af Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu
- Lilja Einarsdóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
- Ólöf Elsa Björnsdóttir, tilnefnd af embætti landlæknis
Starfsmaður hópsins er Helga Atladóttir, sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu.
Starfshópurinn er skipaður af heilbrigðisráðherra til eins árs frá 16. september 2024 til 15. september 2025.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.