Hoppa yfir valmynd

Framhaldshópur til að vinna að endurskoðun á verklagi við forgangsröðun í hjúkrunarrými á landsvísu

Heilbrigðisráðuneytið

Með bréfi dags. 25. janúar 2024 skipaði ráðherra aðgerðahóp um endurskoðað verklag við forgangsröðun í hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu. Hópurinn hefur lokið störfum og skilað tillögum sínum til ráðherra í skýrslu. 
Ráðherra ákvað að skipa framhaldshóp til að vinna áfram að endurskoðun á verklagi við forgangsröðun í hjúkrunarrými á landsvísu.
Endurskipuðum starfshópi er falið að skila heilbrigðisráðherra skýrum tillögum um ferlagreiningar og umbótatillögum þar um.

Starfshópinn skipa

  • Berglind Magnúsdóttir, sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu, formaður
  • Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, tilnefnd af Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
  • Anna Björg Jónsdóttir, tilnefnd af Landspítala
  • Anna Sigrún Baldursdóttir, tilnefnd af Heimaþjónustu Reykjavikur
  • Sigurjón Norberg Kjærnested, tilnefndur af Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu
  • Lilja Einarsdóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
  •  Ólöf Elsa Björnsdóttir, tilnefnd af embætti landlæknis


Starfsmaður hópsins er Helga Atladóttir, sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu.

Starfshópurinn er skipaður af heilbrigðisráðherra til eins árs frá 16. september 2024 til 15. september 2025. 

Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta