Starfshópur um samræmingu gagna og snemmbúnar viðvaranir við fíkniefnafaraldri
Hlutverk starfshópsins er;
- að rýna fyrirliggjandi gögn á hverjum tíma sem byggja á niðurstöðum mælinga sýna úr ökumönnum, haldlagningum og fráveitumælingum ásamt niðurstöðum úr spurningakönnunum, þróun lyfjaávísana, þróun á fjölda einstaklinga í viðhaldsmeðferð, upplýsingum frá grasrótarsamtökum þ.m.t. Frú Ragnheiði, Ylju (neyslurými), Matthildi o.fl., innlögnum SÁÁ/LSH með það að markmiði að upplýsa stjórnvöld og/eða vara almenning/notendur við ef efni standa til.
- að funda reglulega með samtökum sem standa vörð um hagsmuni neytenda og veita lágþröskuldaþjónustu bæði til að afla upplýsinga og miðla upplýsingum um skaðleg efni.
- að samræma gagnabirtingu (PowerBI).
- að skoða heimildir tolls og lögreglu til að gera víðtækari rannsóknir á haldlögðum efnum (ekki lífsýni) til skimunar fyrir fölsuðum lyfjum og lyfjaefnum.
Starfshópinn skipa
- Bjarni Sigurðsson, án tilnefningar, formaður
- Engilbert Sigurðsson, án tilnefningar
- Jón Óskar Guðlaugsson, tilnefndur af embætti landlæknis
- Guðni Þór Kristjánsson, tilnefndur af Skattinum
- Adam E. Bauer, tilnefndur af Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði
- Arna Gunnarsdóttir, tilnefnd af Lyfjastofnun
- Marta Kristín Hreiðarsdóttir, tilnefnd af Lögreglunni
Starfshópurinn er skipaður af heilbrigðisráðherra til tveggja ára frá 27. janúar 2025 til 31. desember 2026.