Starfshópur um samræmingu gagna og snemmbúnar viðvaranir við fíkniefnafaraldri
Hlutverk starfshópsins er;
- að rýna fyrirliggjandi gögn á hverjum tíma sem byggja á niðurstöðum mælinga sýna úr ökumönnum, haldlagningum og fráveitumælingum ásamt niðurstöðum úr spurningakönnunum, þróun lyfjaávísana, þróun á fjölda einstaklinga í viðhaldsmeðferð, upplýsingum frá grasrótarsamtökum þ.m.t. Frú Ragnheiði, Ylju (neyslurými), Matthildi o.fl., innlögnum SÁÁ/LSH með það að markmiði að upplýsa stjórnvöld og/eða vara almenning/notendur við ef efni standa til.
- að funda reglulega með samtökum sem standa vörð um hagsmuni neytenda og veita lágþröskuldaþjónustu bæði til að afla upplýsinga og miðla upplýsingum um skaðleg efni.
- að samræma gagnabirtingu (PowerBI).
- að skoða heimildir tolls og lögreglu til að gera víðtækari rannsóknir á haldlögðum efnum (ekki lífsýni) til skimunar fyrir fölsuðum lyfjum og lyfjaefnum.
Starfshópinn skipa
- Bjarni Sigurðsson, án tilnefningar, formaður
- Engilbert Sigurðsson, án tilnefningar
- Jón Óskar Guðlaugsson, tilnefndur af embætti landlæknis
- Guðni Þór Kristjánsson, tilnefndur af Skattinum
- Adam E. Bauer, tilnefndur af Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði
- Arna Gunnarsdóttir, tilnefnd af Lyfjastofnun
- Marta Kristín Hreiðarsdóttir, tilnefnd af Lögreglunni
Starfshópurinn er skipaður af heilbrigðisráðherra til tveggja ára frá 27. janúar 2025 til 31. desember 2026.
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.