Hoppa yfir valmynd

Starfshópur um eflingu og þróun dagdvala á landsvísu

Heilbrigðisráðuneytið

Hlutverk starfshópsins er að vinna að framgangi aðgerðar A.3 í Gott að eldast, sem fjallar um eflingu og þróun dagdvala á landsvísu þar sem megin markmiðið er að fleiri eigi kost á þjónustu dagdvala með áherslu á skilgreint og öflugt samstarf á milli dagdvala og heimaþjónustu.
Gott að eldast, er aðgerðaáætlun stjórnvalda vegna áranna 2024-2027 um þjónustu við eldra fólk, sem samþykkt var á Alþingi þann 10. maí 2023. Alls eru 19 aðgerðir í aðgerðaáætluninni og ábyrgð þeirra skiptist á milli ráðuneyta þeirra ráðherra sem aðgerðaáætlunin heyrir til, heilbrigðisráðuneyti og félags- og vinnumarkaðsráðuneyti. 
Markmið aðgerðarinnar er að þjónusta dagdvala komi eins vel og kostur er til móts við þarfir eldra fólks sem býr heima og fjölskyldur þess, og þannig seinka, eins og unnt er, þörf fyrir flutning á hjúkrunarheimili. Markmið aðgerðarinnar er auk þess að skýra fyrir hverja úrræðið er og hverju það eigi að skila. Þá er horft til þess að við lok tímabils aðgerðaráætlunarinnar verði minnst 100 dagdvalarrými sem flokkast sem sveigjanleg dagdvalarrými.

Starfshópinn skipa

  • Þura B. Hreinsdóttir, fulltrúi Gott að eldast, formaður hópsins
  • Stefán Jóhannsson, tilnefndur af Sjúkratryggingum Íslands
  • Sigurjón Norberg Kjærnested, tilnefndur af Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu
  • Hrönn Ljótsdóttir, tilnefnd af Landspítala, félagsráðgjafasviði
  • Lilja Petra Ólafsdóttir, tilnefnd af velferðarsviði Reykjavíkurborgar, heimaþjónustu 
  • Berglind Magnúsdóttir, fulltrúi Gott að eldast
  • Elsa B. Friðfinnsdóttir, án tilnefningar

Starfsmaður hópsins er Herdís Björnsdóttir, fulltrúi Gott að eldast

Starfshópurinn er skipaður af heilbrigðisráðherra frá 1. nóvember 2024 og skal skila tillögum sínum til ráðherra eigi síðar en 1. mars 2025.

 
Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta