Hoppa yfir valmynd

Starfshópur um hagsmunagæslu í tengslum við uppfærslu loftslagsmarkmiða vegna landnotkunar (LULUCF)

Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Skipaður 27. nóvember 2023.

Starfshópnum er falið að rýna og greina reglugerð ESB nr. 2023/839 sem breytir reglugerð ESB nr. 2018/841 um landnotkun, breytta landnotkun og skógrækt (e. Land-use, land-use change and Forestry-LULUCF). Reglugerðin er hluti af gerðum í Fær í 55% loftslags- og orkupakka ESB, sem hrindir í framkvæmd aðgerðum í loftslagsmálum innan ESB/EES í samræmi við hert loftslagsmarkmið til 2030. Fyrirséð er að reglugerðin geti falið í sér verulegar áskoranir fyrir Ísland, bæði vegna kröfu um samdrátt í nettólosun frá landi, en einnig vegna aukinna og breyttra krafna um gæði gagna sem liggja til grundvallar fyrir mati á losun á gróðurhúsalofttegundum og bindingu kolefnis.  
 
Verkefni starfshópsins er að kortleggja möguleg áhrif og álitamál, móta tillögur að aðlögunartexta og halda utan um viðræður við framkvæmdastjórn ESB um mögulega aðlögun vegna upptöku gerðarinnar í EES-samninginn og tryggja samræmingu, samvinnu og upplýsingagjöf þvert á stjórnsýsluna.  
 
Starfshópurinn mun einnig koma að útfærslu og forgangsröðun aðgerða vegna landnotkunar í tengslum við uppfærslu á aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum með hliðsjón af breytinga í LULUCF reglugerðinni. 

Starfshópurinn starfar þar til að ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um upptöku reglugerðarinnar í EES-samninginn liggur fyrir.
 
Án tilnefningar
Elín Björk Jónasdóttir, formaður,
Daníel Arnr Magnússon

Samkvæmt tilnefningu matvælaráðuneytis
Björn Helgi Barkarson

Samkvæmt tilnefningu utanríkisráðuneytis
Ingólfur Friðriksson

Samkvæmt tilnefningu fjármála- og efnahagsráðuneytis
Ólafur Heiðar Helgason 



Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta