Starfshópur um málefni einhverfra fullorðinna einstaklinga
Í sáttmála Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs um ríkisstjórnarsamstarf er kveðið á um að fjárfesta eigi í fólki og að sérstaklega verði horft til þess að bæta afkomu og möguleika til virkni, menntunar og atvinnuþátttöku á eigin forsendum.
Einhverft fólk er stækkandi hópur í samfélaginu. Það skýrist meðal annars af aukinni þekkingu á fjölbreytileika einhverfurófsins og fjölgun þeirra sem fá greiningu á unglings- eða fullorðinsárum. Einnig er stór hópur fullorðinna án greiningar en með hamlandi einkenni einhverfu og þarfnast handleiðslu og stuðnings við daglegt líf.
Áskoranir einhverfra birtast víða eins og til dæmis við nám og störf. Bent hefur verið á að skortur á einstaklingsmiðaðri þjónustu, s.s. viðtölum, fræðslu og öðrum hagnýtum stuðningi við daglegt líf geti haft slæmar afleiðingar fyrir hópinn og dregið verulega úr virkni hans, ekki síst í námi og starfi.
Þörf er á að greina þá þjónustu sem þessum hópi stendur til boða í dag og hvernig unnt er að koma betur til móts við þarfir hans.
Hlutverk starfshópsins er að:
- Greina umfang og samsetningu hópsins.
- Kortleggja þá þjónustu sem fullorðnum einhverfum einstaklingum stendur til boða. Þjónustan getur falið í sér greiningar, fræðslu, ráðgjöf og stuðning.
- Greina þörf fyrir aðkomu hins opinbera að þjónustu við hópinn.
- Leggja fram tillögur að aðgerðum til úrbóta.
Starfshópurinn er þannig skipaður:
- Ásta Kristín Benediktsdóttir, án tilnefningar, formaður hópsins
- Damian Marek Idzikowski, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
- Guðrún Rakel Eiríksdóttir, tiln. af VIRK
- Guðrún Skúladóttir, tiln. af Vinnumálastofnun
- Helga Sif Friðjónsdóttir, tiln. af heilbrigðisráðuneyti
- Margrét Oddný Leópoldsdóttir, tiln. af Einhverfusamtökunum
- Ólafur Grétar Kristjánsson, tiln. af háskóla-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðuneyti
- Þór Hauksson Reykdal, tiln. af mennta- og barnamálaráðuneyti
Varafulltrúar:
- Egill Einarsson, tiln. af Vinnumálastofnun
- Halldóra Jóhannesdóttir Sanko, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
- Ragnheiður Bóasdóttir, tiln. af mennta- og barnamálaráðuneyti
- Rakel Þorsteinsdóttir, tiln. af háskóla-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðuneyti
- Svavar Kjarrval, tiln. af Einhverfusamtökunum
- Þórey Edda Heiðarsdóttir, tiln. af VIRK
Ekki er greitt sérstaklega fyrir setu í starfshópnum af hálfu ráðuneytisins.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.