Hoppa yfir valmynd

Starfshópur um starfstengdar námsleiðir að loknu námi á starfsbrautum framhaldsskólanna

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Í sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs er kveðið á um að sérstaklega verði horft til þess að bæta afkomu örorkulífeyrisþega og möguleika þeirra til virkni, menntunar og atvinnuþátttöku á eigin forsendum. Jafnframt er kveðið á um að vinna eigi markvisst að því að tryggja menntunartækifæri fyrir fatlað fólk.

Starfshópurinn hefur það hlutverk að leggja fram tillögur í því skyni að auka framboð á starfstengdum námsleiðum að loknu námi á starfsbrautum framhaldsskólanna. Gert er ráð fyrir að í störfum sínum taki starfshópurinn meðal annars mið af aðgerð D.5. og öðrum þeim aðgerðum sem fjalla um aukin náms- og atvinnutækifæri í Landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2024 – 2027.

 

Starfshópurinn er þannig skipaður:

  • Sara Dögg Svanhildardóttir, án tilnefningar, formaður.
  • Hulda Anna Arnljótsdóttir, án tilnefningar.
  • Valgerður Unnarsdóttir, tilnefnd af Ási styrktarfélagi.
  • Helga Gísladóttir, tilnefnd af Fjölmennt.
  • Hildur Betty Kristjánsdóttir, tilnefnd af Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.
  • Jón Ari Arason, tilnefndur af Geðhjálp.
  • Helga Eysteinsdóttir, tilnefnd af Hringsjá.
  • Þór Hauksson, tilnefndur af mennta- og barnamálaráðuneyti.
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
  • Baldur Pálsson, tilnefndur af Sambandi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
  • Björn Finnbogason, tilnefndur af Vinnumálastofnun.
  • Unnur Helga Óttarsdóttir, tilnefndur af Þroskahjálp.
  • Svavar Kjarrval Lúthersson, tilnefndur af ÖBÍ

Starfsmaður hópsins er Tryggvi Haraldsson frá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti.

Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta