Starfshópur um starfstengdar námsleiðir að loknu námi á starfsbrautum framhaldsskólanna
Starfshópurinn hefur það hlutverk að leggja fram tillögur í því skyni að auka framboð á starfstengdum námsleiðum að loknu námi á starfsbrautum framhaldsskólanna. Gert er ráð fyrir að í störfum sínum taki starfshópurinn meðal annars mið af aðgerð D.5. og öðrum þeim aðgerðum sem fjalla um aukin náms- og atvinnutækifæri í Landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2024 – 2027.
Starfshópurinn er þannig skipaður:
- Sara Dögg Svanhildardóttir, án tilnefningar, formaður.
- Hulda Anna Arnljótsdóttir, án tilnefningar.
- Valgerður Unnarsdóttir, tilnefnd af Ási styrktarfélagi.
- Helga Gísladóttir, tilnefnd af Fjölmennt.
- Hildur Betty Kristjánsdóttir, tilnefnd af Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.
- Jón Ari Arason, tilnefndur af Geðhjálp.
- Helga Eysteinsdóttir, tilnefnd af Hringsjá.
- Þór Hauksson, tilnefndur af mennta- og barnamálaráðuneyti.
- Sigurbjörg Erla Egilsdóttir tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
- Baldur Pálsson, tilnefndur af Sambandi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
- Björn Finnbogason, tilnefndur af Vinnumálastofnun.
- Unnur Helga Óttarsdóttir, tilnefndur af Þroskahjálp.
- Svavar Kjarrval Lúthersson, tilnefndur af ÖBÍ
Starfsmaður hópsins er Tryggvi Haraldsson frá félags- og húsnæðismálaráðuneyti.