Starfshópur um fóstur- og nýburaskimun
Hlutverk hópsins er að gera tillögu að stefnu í fóstur- og nýburaskimun. Í stefnunni skal koma fram hverju skima eigi fyrir, með hvaða hætti skimunin er framkvæmd, hvenær boðið skuli upp á skimun og hvar hún er framkvæmd. Þá skal hópurinn auk þess fjalla um fósturvísagreiningar.
Í vinnu sinni skal hópurinn líta til hvernig veita megi bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu, jafnt aðgengi að þjónustu og nýjustu tækni og vísinda. Þá skal sérstaklega líta til siðferðilegra álitamála. Loks skal hópurinn líta til stefnu í fóstur- og nýburaskimun erlendis.
Starfshópnum er skipt í stýrihóp og rýnihóp um fóstur- og nýburaskimun þar sem stýrihópur leiðir vinnuna en rýnihópurinn rýnir vinnu stýrihópsins og kemur með tillögur að breytingum ef þörf þykir, áður en ráðherra fær afurðina. Formaður stýrihóps mun tryggja virkt samráð við fulltrúa rýnihópsins, m.a. með því að funda og senda gögn til rýnis og umsagnar.
Stýrihópinn skipa
- Henry Alexander Henrysson, án tilnefningar, formaður
- Hrefna Þengilsdóttir, tilnefnd af embætti landlæknis
- Sigurlaug Benediktsdóttir, tilnefnd af Landspítala
- Elísabet Gísladóttir, tilnefnd af félags- og vinnumarkaðsráðuneyti
- Ragnheiður Bachmann, tilnefnd af Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
- Kristín Ninja Guðmundsdóttir, án tilnefningar
Starfsmaður stýrihópsins er Andrea Jónsdóttir, sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu.
Rýnihópinn skipa
- Hulda Hjartardóttir, tilnefnd af Læknafélagi Íslands
- Kristín Rut Haraldsdóttir, tilnefnd af Ljósmæðrafélagi Íslands
- Guðrún Helga Harðardóttir, tilnefnd af Einstökum börnum
- Guðmundur Ármann Pétursson, tilnefndur af Félagi áhugafólks um Downs heilkennið
- Unnur Helga Óttarsdóttir, tilnefnd af Landssamtökunum Þroskahjálp
- María Guðlaug Hrafnsdóttir, tilnefnd af Sjúkratryggingum Íslands.
Starfshópurinn er skipaður af heilbrigðisráðherra 6. febrúar 2025 og skal skila niðurstöðum sínum til ráðherra fyrir 1. október 2025.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.