Stýrihópur Stjórnarráðsins um mannréttindi
Mannréttindi varða Stjórnarráðið í heild, stjórnsýsluna og sveitarfélög landsins og því er öflug samvinna um málaflokkinn nauðsynleg. Stýrihópurinn er formlegur samráðsvettvangur sem þjónar því markmiði að tryggja stöðugleika í verklagi og fasta aðkomu allra ráðuneyta að mannréttindamálum. Félags- og vinnumarkaðsráðherra skipar í stýrihópinn.
Viðfangsefni stýrihópsins eru meðal annars eftirtalin:
- Að tryggja samstarf og upplýsingagjöf á milli ráðuneyta um verkefni sem lúta að mannréttindum.
- Að fylgja eftir tilmælum vegna úttekta Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna á stöðu mannréttindamála hérlendis (Universal Periodic Review) sem og niðurstöðum úttekta annarra alþjóðlegra eftirlitsaðila.
- Að samhæfa undirbúning við skýrslugerð vegna alþjóðlegra mannréttindasáttmála og fyrirtökur vegna framkvæmdar Íslands á grundvelli þeirra.
- Að upplýsa félags- og vinnumarkaðsráðherra og eftir atvikum ríkisstjórn, sveitarfélög eða Alþingi um stöðu mannréttindamála.
Stýrihópurinn er þannig skipaður:
- Elísabet Gísladóttir, formaður, félags- og vinnumarkaðsráðuneyti
- Áshildur Linnet, félags- og vinnumarkaðsráðuneyti
- Kristrún Friðriksdóttir, dómsmálaráðuneyti
- Atli Viðar Thorstensen, forsætisráðuneyti
- Marta Birna Baldursdóttir, fjármála- og efnahagsráðuneyti
- Þórir Hrafnsson, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti
- María Sæm Bjarkardóttir, heilbrigðisráðuneyti
- Arndís Dögg Arnardóttir, innviðaráðuneyti
- Emilía Madeleine Heenen, matvælaráðuneyti
- Sóldís Rós Símonardóttir, menningar- og viðskiptaráðuneyti
- Guðni Olgeirsson, mennta- og barnamálaráðuneyti
- Kjartan Ingvarsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti
- Helen Inga S. Von Ernst, utanríkisráðuneyti
Varamenn:
- Kjartan Jón Bjarnason, dómsmálaráðuneyti
- Stefán Daníel Jónsson, félags- og vinnumarkaðsráðuneyti
- Haraldur Steinþórsson, fjármála- og efnahagsráðuneyti
- Ingibjörg Björnsdóttir, heilbrigðisráðuneyti
- Ásthildur Valtýsdóttir, forsætisráðuneyti
- Þórmundur Jónatansson, innviðaráðuneyti
- Hjalti Jón Guðmundsson, matvælaráðuneyti
- Ingvi Már Pálsson, menningar- og viðskiptaráðuneyti
- Silja Stefánsdóttir, mennta- og barnamálaráðuneyti
- Erla Ylfa Óskarsdóttir, utanríkisráðuneyti
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.