Starfshópur um aukna lyfjafræðilega þjónustu í apótekum, hvítbók og tillögur
Starfshópur sem hefur það verkefni að skrifa hvítbók um stöðumat lyfjafræðilegrar þjónustu í samanburði við Norðurlönd og tillögur að úrbótum. Ávinningur ráðuneytisins er innlegg í nýja lyfjastefnu.
Á fundi 9. mars 2022 með Hilde Ariansen frá Norska apótekarafélaginu og Ingunni Björnsdóttur dósent við Oslóarháskóla í samfélagslyfjafræði var kynnt fyrir ráðherra og sérfræðingum hluti þeirra þjónustu sem lyfjafræðingar veita nú í norskum apótekum. Farið var í gegnum ráðgjöf er varðar notkun astmalyfja, eftirfylgd þegar sjúklingur fær nýtt hjartalyf og bólusetningar. Þá voru gefnar upp kostnaðartölur bæði verð þjónustunnar og heildarkostnaður. Breytingar urðu á þjónustu apóteka í Noregi í kjölfar þess að skrifuð var hvítbók um þjónustuna í norskum apótekum og hvert skyldi stefna.
Lagt er til að fara svipaða leið hérlendis með skipun starfshóps sem skrifar hvítbók um stöðu íslenskra apóteka, skoðar stöðu þessarar þjónustu í nágrannalöndum, hvernig við tryggjum lyfjafræðilega þjónustu/mönnun apóteka á landsbyggðinni, stöðu netapóteka og tillögur fyrir ráðherra um möguleg næstu skref. Starfshópurinn á að skila skýrslu til ráðherra í lok október næstkomandi.
Starfshópinn skipa
Bjarni Sigurðsson, án tilnefningar, formaður
Björg Þorkelsdóttir, án tilnefningar
Rúna Hauksdóttir Hvannberg, tiln. af Lyfjastofnun
Heimir Jón Heimisson, tiln. af Lyfjafræðingafélagi Íslands
Þórbergur Egilsson, tiln. af lyfsalahópi Samtaka verslunar og þjónustu
Hákon Steinsson, tiln. af lyfsalahópi Félags atvinnurekenda
Dr. Anna Bryndís Blöndal, tiln. af Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu og lyfjafræðideild Háskóla Íslands
Ólafur Adolfsson, tiln. fulltrúi landsbyggðarapóteka
Sigríður Pálína Arnardóttir, fulltrúi með reynslu frá Noregi við lyfjafræðilega þjónustu í apótekum
Starfshópurinn er skipaður af heilbrigðisráðherra 22. september 2022 og skal skila skýrslu til ráðherra í lok október 2022.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.