Hoppa yfir valmynd

Starfshópur um almenna líknarmeðferð á hjúkrunarheimilum

Heilbrigðisráðuneytið

Hópnum er ætlað að vinna að framgangi líknarmeðferðar á hjúkrunarheimilum og setja þjónustuviðmið. 

Í fimm ára aðgerðaráætlun um líknarþjónustu 2021-2025 kemur m.a. fram að leggja eigi áherslu á að efla líknarmeðferð á hjúkrunarheimilum og tryggja að líknarmeðferð sé í boði fyrir alla þá heimilismenn hjúkrunarheimila sem á þurfa að halda. Í aðgerðaáætluninni segir m.a. „Líknarþjónusta hefst þegar íbúi flyst inn á hjúkrunarheimili og felur í sér opin og stöðug samskipti um einkenna- og líknarmeðferð íbúans …“ (bls. 5). Í aðgerðaáætluninni er tilgreind ein aðgerð tengd þjónustu hjúkrunarheimila í hverjum hinna sjö kafla áætlunarinnar (sbr. kafla heilbrigðisstefnu til ársins 2030). 

Áherslur starfshópsins eru á eftirfarandi þætti aðgerðaáætlunar um líknarþjónustu:

2.3 Virk teymisvinna fagstétta á hjúkrunarheimilum. 
· Skilgreina og leggja til verklag um þverfaglegt teymi um almenna líknarmeðferð innan heimilis/stofnunar, sem gengur þvert á deildir þess.
· Leggja til innihald samnings eða samkomulags um aðkomu öldrunarlækna/ krabbameinslækna/heimilislækna með þekkingu á almennri líknarmeðferð, allt eftir þörf íbúa.

3.3 Efla sérþekkingu fagfólks sem starfar á hjúkrunarheimilum.
· Koma með tillögur að uppbyggingu og hlutverki tengiliðanets á hjúkrunarheimilum.
· Koma með tillögur að því hvernig efla megi og meta þekkingu starfsfólks hjúkrunarheimila á almennri líknarmeðferð.

5.2 Að útbúa líknarrými í tengslum við hjúkrunarrými fyrir sjúklinga í heimaþjónustu um allt land. 
· Leggja fram tillögur um endurskoðun kröfulýsingar fyrir hjúkrunarheimili hvað varðar rekstur á líknarrýmum.
· Leggja fram tillögur að viðmiðum um innlagnir í líknarrými hjúkrunarheimila.

6.2 Tryggja gæði líknarþjónustu á hjúkrunarheimilum. 
· Leggja fram tillögur að stöðluðum verkferlum um almenna líknarmeðferð á hjúkrunarheimilum og hvernig meta megi ánægju skjólstæðinga og aðstandenda með þjónustuna.
· Setja fram tillögu að skilgreiningu viðmiða um mönnun í líknarmeðferð á hjúkrunarheimilum. 
· Setja fram tillögur að hæfnikröfum og matskvörðum um færni starfsfólks í veitingu almennrar líknarmeðferðar á hjúkrunarheimilum. 

Þótt áherslur í starfi hópsins verði á ofangreindar fjórar aðgerðir verður honum auk þess falið að skoða aðra þá þætti sem stutt geta við faglega uppbyggingu líknarþjónustu á hjúkrunarheimilum.

Starfshópinn skipa

  • Svandís Íris Hálfdánardóttir, tilnefnd af Líknarmiðstöð Landspítalans, formaður
  • Berglind Víðisdóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
  • Bjarney Sigurðardóttir, tilnefnd af Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu
  • Margrét Guðmundsdóttir, tilnefnd af Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu
  • Dóra Björk Jóhannesdóttir, tilnefnd af Líknarmiðstöð Sjúkrahússins á Akureyri
  • Ólafur Helgi Samúelsson, tilnefndur af Embætti landlæknis
  • Þórhildur Kristinsdóttir, tilnefnd af Embætti landlæknis
  • Heiðbjört Ófeigsdóttir, tilnefnd af Sjúkratryggingum Íslands.

    Hrafnhildur Ýr Erlendsdóttir, sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu er starfsmaður hópsins.


Starfshópurinn er skipaður af heilbrigðisráðherra 11. desember 2023 og er falið að leggja fram tillögur til heilbrigðisráðherra innan níu mánaða frá skipun hans. 

Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta