Starfshópur um málshraða í réttarvörslukerfinu
Um langt skeið hefur legið fyrir að málsmeðferðartími í refsivörslukerfinu, allt frá því að rannsókn sakamáls hefst og að afplánun refsidóms, er almennt allt of langur. Öðru hverju hefur athygli beinst að einstökum brotaflokkum, s.s. kynferðisbrotum og efnahagsbrotum, eða einstökum þáttum kerfisins, s.s. boðunarlista Fangelsismálastofnunar. Hins vegar hefur lítið verið fjallað um þennan málsmeðferðartíma í heild sinni, enda eru upplýsingar um hver hann er eða hvernig hann hefur verið að þróast undanfarin ár ekki aðgengilegar.
Settur hefur verið saman starfshópur sem er falið að taka saman skýrslu um málshraða í réttarvörslukerfinu, hvernig hann hefur þróast undanfarin ár og hvernig vinnslutími mála í mismunandi brotaflokkum skiptist niður á einstök stig í ferlinu. Dregið verði fram hvaða afleiðingar ofangreind staða hefur fyrir brotaþola, sakborninga og kerfið sjálft. Áhersla verður lögð á að taka saman glögga stöðumynd í því skyni að geta í framhaldinu sett af stað vinnu við úrbætur.
Eftirtaldir fulltrúar eiga sæti í hópnum:
- Hildur Sunna Pálmadóttir, fulltrúi dómsmálaráðuneytisins, formaður
- Fjalar Sigurðarson, fulltrúi dómsmálaráðuneytisins
- Erla Kristín Ásgeirsdóttir, fulltrúi Fangelsismálastofnunar
- Rannveig Þórisdóttir, fulltrúi ríkislögreglustjóra
- Íris Elma Guðmann, fulltrúi dómstólasýslunnar
- Einar Tryggvason, fulltrúi ríkissaksóknara
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.