Hoppa yfir valmynd

Starfshópur um mönnunarviðmið á hjúkrunarheimilum

Heilbrigðisráðuneytið

Hlutverk starfshópsins að setja saman tillögu og tímasetta áætlun um hvernig ná megi gæðaviðmiðum um mönnun á hjúkrunarheimilum hér á landi.

Til grundvallar vinnunni eru meðal annars skýrslur sem þegar hafa verið birtar um viðmið vegna umönnunar á hjúkrunarheimilum. Meðan á starfi starfshópsins stendur mun landsráði um mönnun og menntun í heilbrigðisþjónustu verða falið að leiða vinnu við að meta, í samráði við fagaðila, hvort faglegar forsendur séu til að endurskoða viðmið um mönnun við umönnun á hjúkrunarheimilum. Komi fram ný eða uppfærð viðmið, sem byggð eru á faglegum forsendum og með aðkomu fjölbreytts hóps starfsfólks þar sem áherslan er á öryggi og gæði, meðan á vinnu starfshópsins stendur, skal taka tillit til þeirra.

Ráðgjafafyrirtækið Gemba ehf, leiðir vinnu hópsins.

Starfshópinn skipa

  • Dagmar Huld Matthíasdóttir, án tilnefningar
  • Helga Atladóttir, án tilnefningar
  • Karl Óttar Einarsson, tilnefndur af Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu
  • Viðar Þorsteinsson, tilnefndur af Eflingu stéttarfélagi
  • Henný Hraunfjörð, tilnefnd af embætti landlæknis
  • Elmar Hallgríms Hallgrímsson, tilnefndur af Sjúkratryggingum Íslands
  • Sandra B. Franks, tilnefnd af Sjúkraliðafélagi Íslands

Starfshópurinn er skipaður af heilbrigðisráðherra 30. október 2024 og er gert ráð fyrir að hópurinn skili tillögum sínum eigi síðar en 1. febrúar 2025.

Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta