Starfsgreinaráð snyrtigreina 2023-2027
Starfsgreinaráð snyrtigreina er skipað samkvæmt ákvæði 24. gr. laga nr. 92/2008 um framhaldsskóla. Starfsgreinaráð eru hvert á sínu sviði ráðherra til ráðgjafar um starfsnám á framhaldsskólastigi. Hlutverk þeirra er m.a. að gera tillögur um almenn markmið náms, skilgreina þarfir fyrir kunnáttu og hæfni og gera tillögur um lokamarkmið náms.
Ráðið er svo skipað:
Aðalmenn:
- Andri Guðmundsson, samkvæmt tilnefningu Alþýðusambands Íslands
- Guðrún Diljá Baldvinsdóttir, samkvæmt tilnefningu Alþýðusambands Íslands
- Hulda Hafsteinsdóttir, samkvæmt tilnefningu Samtaka atvinnulífsins
- Erna María Eiríksdóttir, samkvæmt tilnefningu Samtaka atvinnulífsins
- Hafdís Grétarsdóttir, samkvæmt tilnefningu Skólameistarafélags Íslands og Kennarasambands Íslands
Varamenn:
- Lárus Arnar Sölvason, samkvæmt tilnefningu Alþýðusambands Íslands
- Ragnheiður Mekkín Th. Ragnarsdóttir, samkvæmt tilnefningu Alþýðusambands Íslands
- Sigríður Valdís Bergvinsdóttir, samkvæmt tilnefningu Samtaka atvinnulífsins
- Hildur Salína Ævarsdóttir, samkvæmt tilnefningu Skólameistarafélags Íslands og Kennarasambands Íslands
Skipunartími er frá 12. maí 2023 til 11. maí 2027.