Stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar
Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur skipað stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, sbr. 4. gr. laga nr. 137/2019 um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Hlutverk stjórnar er að móta áherslur í starfi og fylgjast með starfsemi og rekstri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Stjórnin setur sér starfsreglur þar sem nánar skal kveðið á um framkvæmd starfa stjórnarinnar. Í starfsreglum þessum skal m.a. fjallað sérstaklega um heimildir stjórnar til að taka ákvarðanir í einstökum málum og þátttöku stjórnarmanna í meðferð mála. Ráðherra skal staðfesta starfsreglur stjórnar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Reglurnar skulu birtar opinberlega.
Stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er svo skipuð:
- Sigurður Tyrfingsson, formaður, án tilnefningar,
- Jónas Yngvi Ásgrímsson, án tilnefningar,
- Oddný Árnadóttir, án tilnefningar,
- Rúnar Sigurjónsson, án tilnefningar,
- Arnar Þór Sævarsson, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Til vara:
- Hanna Guðmundsdóttir, án tilnefningar,
- Katrín Viktoría Leiva, án tilnefningar.
Stjórnin er skipuð til og með 20. mars 2030.