Hoppa yfir valmynd

Starfshópur nýrrar sjálfsvígsforvarnaáætlunar

Heilbrigðisráðuneytið

Aðgerðaáætlun til að fækka sjálfsvígum á Íslandi er frá árinu 2018. Ísland er nú þátttakandi í Evrópuverkefninu Joint Action ImpleMENTAL 2022-2024 sem meðal annars snýr að innleiðingu gagnreyndra sjálfsvígsforvarna að fyrirmynd Austurríkis.
Áríðandi er að uppfæra aðgerðir í sjálfsvígsforvörnum, aðlaga þær nýjustu vísindum og tengja aðgerðir við núgildandi stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum auk lýðheilsustefnu og heilbrigðisstefnu.

Starfshópur nýrrar sjálfsvígsforvarnaáætlunar hefur þau verkefni að rýna fyrri aðgerðaáætlun til gagns. Starfshópurinn skal á þeim grunni smíða nýja kostnaðarmetna aðgerðaáætlun sem er löguð að nútímanum, viðeigandi stefnumótun og samkvæmt bestu sjálfsvígsforvarnavísindum. Aðgerðir skulu skilgreindar út frá tilgangi, ábyrgð, samstarfsaðilum og samfélagsáhrifum. 

Starfshópurinn getur kallað til sín aðra sérfræðinga og haghafa eftir þörfum, s.s. fulltrúa frá hagsmunasamtökum, mennta- og barnamálaráðuneyti, félags- og vinnumarkaðsráðuneyti, dómsmálaráðuneyti og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. 

Starfshópinn skipa

  • Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir, verkefnastjóri sjálfsvígsforvarna hjá embætti landlæknis, formaður hópsins
  • Ingibjörg Sveinsdóttir, heilbrigðisráðuneyti
  • Sigrún Sigurðardóttir, prófessor við heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri, fyrir hönd Geðhjálpar 
  • Liv Anna Gunnell, sálfræðingur, Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu 
  • Jóhanna María Eyjólfsdóttir, djákni, fagstjóri Sorgarmiðstöðvar
  • Sigurður Páll Pálsson, geðlæknir, Landspítala
  • Grétar Björnsson, félagsráðgjafi, fyrir hönd Hugarafls 
  • Ásta Ingibjörg Pétursdóttir, prestur, Langholtskirkja 
  • Guðríður Haraldsdóttir, sálfræðingur, fyrir hönd Geðheilsumiðstöðvar barna
  • Tómas Kristjánsson, sálfræðingur og dósent við HÍ, fyrir hönd Píetasamtakanna

 Starfshópurinn er skipaður af heilbrigðisráðherra frá 7. febrúar 2024 og skal skila nýrri aðgerðaáætlun í sjálfsvígsforvörnum fyrir lok ágúst 2024. 

Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta