UNESCO - Nefnd um heimsminjar 2021-2023
Hlutverk nefndarinnar er að vera vettvangur samráðs um heimsminjar hér á landi og vera mennta- og menningarmálaráðuneyti til ráðgjafar við framkvæmd heimsminjasamnings UNESCO. Í því felst m.a. að fjalla um endurskoðun yfirlitsskrár (tentative list), að ræða forgangsröðun nýrra tilnefninga áður en tillaga er gerð til ráðherra og fylgjast með gerð nýrra tilnefninga á heimsminjaskrána, þegar ríkisstjórnin hefur tekið ákvörðun um að slík vinna skuli fara í gang. Einnig er nefndinni ætlað að styrkja samráð við sveitarfélög og aðra hagsmunaaðila, stuðla að aukinni þekkingu almennings á heimsminjasamningi UNESCO og hafa umsjón með heimasíðunni www.heimsminjar.is.
Nefndin er þannig skipuð:
Rúnar Leifsson formaður, tengiliður mennta- og menningarmálaráðuneytis við UNESCO vegna heimsminjasamnings,
Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir ritari íslensku UNESCO nefndarinnar,
Einar Á.E.Sæmundsson þjóðgarðsvörður Þingvallarþjóðgarði,
Magnús Guðmundsson framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs,
Ólafur Arnar Jónsson tilnefndur af Umhverfisstofnun,
Kristín Huld Sigurðardóttir forstöðumaður Minjastofnunar Íslands,
Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður,
Sigurður Á Þráinsson tilnefndur af umhverfis- og auðlindaráðuneyti.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.