Hoppa yfir valmynd

Starfshópur um samþætt sérfræðimat

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Samþætt sérfræðimat verður tekið upp haustið 2025 verði frumvarp félags- og vinnumarkaðsráðherra til breytinga á ýmsum lögum vegna endurskoðunar örorkulífeyriskerfis almannatrygginga að lögum. Gert er ráð fyrir að samþætt sérfræðimat komi í stað örorkumats samkvæmt gildandi lögum og verði grundvöllur greiðslu örorkulífeyris og hlutaörorkulífeyris

Hlutverk starfshópsins er að útfæra samþætta sérfræðimatið, byggt á þeirri undirbúningsvinnu sem þegar hefur farið fram. Gengið er út frá því að í samþættu sérfræðimati sé geta einstaklingsins til virkni á vinnumarkaði metin út frá líkamlegum, sálfræðilegum og félagslegum þáttum og að ICF-flokkunarkerfið um færni, fötlun og heilsu verði nýtt sem hugmyndafræðilegur rammi við gerð matsins. Tryggingastofnun mun bera ábyrgð á gerð matsins.

Starfshópurinn er þannig skipaður:

  • Linda Bára Lýðsdóttir, sálfræðingur, Háskólinn í Reykjavík, formaður hópsins
  • Auðbjörg Nanna Ingvarsdóttir, félagsráðgjafi, Tryggingastofnun
  • Árdís Björk Ármannsdóttir, endurhæfingarlæknir, Reykjalundur
  • Ásta Snorradóttir, hjúkrunarfræðingur, Háskóli Íslands
  • Elva Dögg Baldvinsdótir, félagsráðgjafi, VIRK
  • Guðmundur Björnsson, endurhæfingarlæknir, Landssamtök lífeyrissjóða
  • Guðrún Inga Benediktsdóttir, heimilislæknir, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
  • Guðrún Skúladóttir, þroskaþjálfi/náms- og starfsráðgjafi, Vinnumálastofnun
  • Halldóra Jóhannesdóttir Sanko, þroskaþjálfi, velferðarsvið Reykjavíkurborgar
  • Jónína Waagfjörð, sjúkraþjálfari, VIRK
  • Laufey Gunnlaugsdóttir, náms- og starfsráðgjafi, Vinnumálastofnun
  • Lena Rut Olsen, iðjuþjálfi, Tryggingastofnun
  • Ólafur Ó. Guðmundsson, geðlæknir/yfirlæknir, Tryggingastofnun
  • Pétur Maack Þorsteinsson, sálfræðingur, formaður Sálfræðingafélags Íslands
  • Rannveig Þöll Þórsdóttir, geðhjúkrunarfræðingur, Landspítali
  • Sigrún Garðarsdóttir, iðjuþjálfi, Grensásdeild/Landspítali
  • Sigrún Kristín Jónasdóttir, iðjuþjálfi, Háskólinn á Akureyri
  • Sylviane Lecoultre, iðjuþjálfi, fulltrúi hagaðila
  • Sólveig Ása Árnadóttir, sjúkraþjálfari, Háskóli Íslands
  • Þorri næbjörnsson, sálfræðingur, Krabbameinsfélagið
  • Þórarinn Þórsson, félagsráðgjafi, VR
  • Þórey Edda Heiðarsdóttir, sálfræðingur, VIRK

 

Varafulltrúi:

Skúli Gunnarsson, heimilislæknir, Landssamtök lífeyrissjóða

 

Guðmundur Gunnarsson, lögfræðingur hjá Tryggingastofnun verður starfsmaður hópsins.

Gert er ráð fyrir að starfshópurinn skili skýrslu til ráðherra og skal hópurinn hafa lokið störfum fyrir 1. janúar 2025.

Nefndarmenn, aðrir en starfsmenn stofnana sem heyra undir félags- og vinnumarkaðsráðuneyti, fá greidda þóknun fyrir setu í starfshópnum. 

Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum