Hoppa yfir valmynd

Starfshópur um nýjar lýðheilsuáskoranir barna og ungmenna

Verkefni starfshópsins verður að fjalla um nýjar lýðheilsuáskoranir á meðal barna og ungmenna, þ.e. málefni er varða heilsu og líðan á heildrænan hátt þar sem horft er til líkamlegra, andlegra og félagslegra áhrifaþátta til að bæta heilbrigði, vellíðan og lífsgæði til lengri tíma. Dæmi um núverandi lýðheilsuáskoranir eru; andleg líðan (kvíði, vanlíðan og einmanaleiki), skjánotkun (samfélagsmiðlar og neikvæð áhrif þeirra, þ.m.t. falsfréttir), tóbaks- og nikotínnotkun, áfengisneysla, virkni- og hreyfingarleysi, koffíndrykkir, holdafar og næring, ofbeldi og annað sem hópnum kann að finnast mikilvægt.

Hlutverk starfshópsins er að;

  • Leggja fram drög að stefnumarkandi áherslum í heilsueflingu og forvörnum barna og ungmenna, sem byggja á bestu vísindalegu þekkingu og í samræmi við stefnumótun heilbrigðisyfirvalda, einkum lýðheilsustefnu og geðheilbrigðisstefnu. 
  • Leggja til aðgerðir sem miða að því að efla lýðheilsu barna og ungmenna með áherslu á heilbrigð viðhorf og lífshætti. 
  • Greina hvernig heilsueflingu, forvörnum og viðeigandi aðgerðum verði best fyrir komið í samfélaginu. 
  • Skilgreina ábyrgðaraðila í framkvæmd aðgerða og leggja fram mat á nauðsynlegum aðföngum, s.s. kostnaði, mannauði og aðbúnaði. 

Starfshópinn skipa

  • Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, tilnefnd af embætti landlæknis, formaður
  • Ingimar Guðmundsson, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
  • Liv Anna Gunnell, tilnefnd af Þróunarmiðstöð íslenskrar heilbrigðisþjónustu
  • Stefanía B. Arnardóttir, tilnefnd af Geðheilsumiðstöð barna 
  • Elín Birna Skarphéðinsdóttir, tilnefnd af Skólaheilsugæslunni
  • Hafdís Una Guðnýjardóttir, tilnefnd af umboðsmanni barna
  • Hrafnkell Tumi Kolbeinsson, tilnefndur af mennta- og barnamálaráðuneytinu
  • Anna María Káradóttir, sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu.

Starfshópnum er heimilt að kalla til fleiri aðila, sem að málefnum koma, til fundar með starfshópnum eftir því sem við á og eftir áherslum í umræðu hópsins hverju sinni. 

 Starfshópurinn er skipaður 20. mars 2025 og er ætlað að skila tillögum sínum til heilbrigðisráðherra í lok maí 2025.

 

Tímabundnar nefndir
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta