Hoppa yfir valmynd

Starfshópur um afkomuöryggi, atvinnuþátttöku og húsnæðiskost eldra fólks

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Í sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs er lögð áhersla á að gera eldra fólki kleift að vera virkir þátttakendur á vinnumarkaði meðal annars með auknum sveigjanleika í starfslokum þar sem horft verði meðal annars til aukins sveigjanleika í starfslokum hjá hinu opinbera. Áfram skuli bæta afkomu ellilífeyrisþega og í því sambandi verði sérstaklega litið til þeirra sem lakast standa. Einnig kemur fram að  almannatryggingakerfi eldra fólks verði endurmetið með það að markmiði  að draga úr jaðaráhrifum tekjutenginga og tekjuskatts í almannatryggingum. Þá er mælt fyrir um að mæta sérstaklega þeim sem búa við háan húsnæðiskostnað með auknum stuðningi og auka framboð af ódýru leiguhúsnæði fyrir eldra fólk í samstarfi við sveitarfélögin og samtök aldraðra, m.a. í almenna íbúðakerfinu. 

Þau verkefni stjórnarsáttmála sem hér er fjallað um heyra undir þrjú ráðuneyti,  félags- og vinnumarkaðsráðuneyti, fjármála- og efnahagsráðuneyti og innviðaráðuneyti. Starfshópnum er falið að yfirfara fyrirliggjandi tillögur á málefnasviðum ráðuneytanna er varða afkomu, atvinnuþátttöku og húsnæðismál eldra fólks og vinna nýjar tillögur eftir þörfum í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar í stjórnarsáttmála. Horft verði til þess að bæta afkomu ellilífeyrisþega, ekki síst kjör þeirra sem lakast standa. Áhersla verði lögð á samspil almannatrygginga og lífeyrissjóða, lög um húsnæðisbætur vegna húsnæðisstuðnings, möguleg stofnframlög til almenna íbúðakerfisins til að auka framboð á ódýru leiguhúsnæði fyrir eldra fólk og loks starfsmannastefnu ríkisins og lög um opinbera starfsmenn vegna markmiða um aukinn sveigjanleika í starfslokum hjá hinu opinbera en mikilvægt er að hið opinbera verði leiðandi í starfsmannastefnu hvað varðar sveigjanleika. 

Mikilvægt er að skoða lífskjör og aðbúnað eldra fólks í heild og þarf þess vegna að horfa til fleiri þátta en almannatrygginga í því sambandi og líta sérstaklega til þess hvernig stuðningi við afkomu eldra fólks er háttað í nágrannalöndum okkar. Enn fremur er starfshópnum falið að innleiða mælaborð um líðan og velferð eldra fólks. 


Starfshópinn skipa

  • Birna Sigurðardóttir, án tilnefningar, formaður,
  • Anna Borgþórsdóttir Olsen, tilnefnd af fjármála- og efnahagsráðuneyti.
  • Sigrún Dögg Kvaran, tilnefnd af innviðaráðuneyti. 

 

Í samræmi við reglur um nefndarstörf á vegum ríkisins er ekki greitt sérstaklega fyrir setu í starfshópnum

 
Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta