Hoppa yfir valmynd

Starfshópur um endurskoðun laga um Úrvinnslusjóðs

Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Skipaður 13. ágúst 2024.

Undanfarin misseri hefur verið unnið að því að meta stöðu framlengdrar framleiðendaábyrgðar á Íslandi og liggja fyrir niðurstöður úr stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar frá ágúst 2022 á starfsemi Úrvinnslusjóðs og úr starfshópi ráðherra frá nóvember sama ár um hlutverk framleiðenda í hringrásarhagkerfi, auk þess sem niðurstöður starfshópsins voru ræddar á vinnustofu í janúar 2023. Auk þess liggur fyrir ný stefnumótun og framtíðarsýn fyrir Úrvinnslusjóð sem unnin hefur verið af stjórn sjóðsins og kynnt var fyrir ráðherra þann 4. apríl sl.

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur ákveðið að framfylgja þeirri tillögu starfshóps frá árinu 2022 um hlutverk framleiðenda í hringrásarhagkerfi að atvinnulífið taki að sér hlutverk framlengdrar framleiðendaábyrgðar þar sem hlutverk opinberra aðila verði að hafa eftirlit með framkvæmdinni.

Starfshópnum er falið að vinna áfram að framgreindu verkefni.

Afurð starfshópsins skal vera í formi greinargerðar og kostnaðarábatagreiningar þar sem gerð er nánari grein fyrir þeirri leið sem lögð er til varðandi fyrirkomulag framlengdrar framleiðendaábyrgðar sem og áhrifum hennar. Gert er ráð fyrir að starfshópurinn skili ráðherra samhliða tillögu að frumvarpi til laga um hið nýja fyrirkomulag. Tillögur um breytingar geta varðað Úrvinnslusjóð að öllu leyti eða að hluta, en um hann gilda lög nr. 162/2002 um úrvinnslugjald.

Mikilvægt er að starfshópurinn hafi í huga að um er að ræða rótgróið kerfi sem verið hefur við lýði í yfir 20 ár því skulu tillögur um breytingum vel undirbyggðar, greindar áhættur af breytingunum og hliðsjón höfð af skuldbindingum gagnvart EES samningnum og reynslu fyrri ára auk þess sem líta skal til ábendinga Ríkisendurskoðunar. Óskað er eftir því að starfshópurinn starfi í víðtæku og góðu samráði við Úrvinnslusjóð, atvinnulíf, sveitarfélög og aðra haghafa.

Áætlað er að starfshópurinn skili tillögum til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra eigi síðar en 15. nóvember 2024.

Starfshópurinn er þannig skipaður:

Kristófer Már Maronsson, formaður,
Bryndís Skúladóttir 
Sveinn Margeirsson.

Trausti Ágúst Hermannsson, lögfræðingur í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu mun starfa með hópnum auk ráðgjafa sem mun vinna að kostnaðarábatagreiningu í samráði við starfshópinn.

Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum