Höfundaréttarnefnd 2024-2028
Höfundaréttarnefnd 2024-2028
Höfundaréttarnefnd starfar á grundvelli 58. gr. höfundalaga nr. 73/1972 og fjallar um málefni sem varða höfundarétt. Þar á meðal tekur nefndin fyrir erindi sem menningar- og viðskiptaráðherra vísar til nefndarinnar og veitir álit um slík erindi.
Menningar- og viðskiparáðherra skipar höfundaréttarnefnd til fjögurra ára í senn, sjö aðalmenn og tvo varamenn. Nefndarmenn skulu vera sérfróðir á sviði höfundaréttar. Við skipan nefndarinnar er haft samráð við helstu höfundaréttarsamtök landsins.
Nánari reglur um höfundaréttarnefnd er að finna hér.
Höfundaréttarnefnd 2024-2028 er þannig skipuð:
Aðalmenn:
Guðrún Björk Bjarnadóttir hrl. og framkvæmdastjóri STEFs, formaður, tilnefnd af STEFi og Höfundaréttarfélaginu.
Magnús Hrafn Magnússon hrl. og eigandi á hugverkastofunni Sigurjónsson & Thor, varaformaður, samkvæmt tilnefningu Bandalags íslenskra listamanna og Höfundaréttarfélagsins.
Erla Svanhvít Árnadóttir hrl. og eigandi á LEX lögmannsstofu, samkvæmt tilnefningu Höfundaréttarfélagsins.
Hjördís Halldórsdóttir hrl. og eigandi á LOGOS, samkvæmt tilnefningu Rithöfundasambands Íslands og Höfundaréttarfélagsins.
Jón Gunnar Ásbjörnsson hrl. og eigandi á lögmannsstofunni Landslög, samkvæmt tilnefningu Höfundaréttarfélagsins.
Sigurður Örn Hilmarsson hrl. og eigandi á lögmannsstofunni Rétti, samkvæmt tilnefningu Rithöfundasambands Íslands, Höfundaréttarfélagsins og Bandalags íslenskra listamanna.
Tómas Þorvaldsson hdl., samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda og Höfundaréttarfélagsins.
Varamenn:
Halldór Þ. Birgisson hrl. og eigandi hjá lögmannsstofunni Tort, samkvæmt tilnefningu FJÖLÍS.
Margrét Magnúsdóttir, skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins ohf., samkvæmt tilnefningu RÚV.
Skipunartímabil nefndarinnar er til 31. maí 2028.
Starfsmaður nefndarinnar er Heiðdís Lilja Magnúsdóttir.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.