Starfshópur um endurgreiðslukerfi vegna kvikmyndagerðar
Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur skipað starfshóp sem hefur það hlutverk að meta núverandi endurgreiðslukerfi vegna kvikmyndagerðar í samræmi við tillögu 6 í Kvikmyndastefnu sem gefin var út á síðasta ári.
Í starfshópnum munu eiga sæti tveir fulltrúar tilnefndir af Sambandi íslenskra kvikmyndaframleiðenda (SÍK), einn tilnefndur af fjármála- og efnahagsráðuneyti, formaður endurgreiðslunefndar og einn fulltrúi tilnefndur af ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og er hann jafnframt formaður starfshópsins. Áætlað er að starfshópurinn ljúki störfum eigi síðar en 1. maí 2021.
Starfshópurinn er þannig skipaður:
- Ólafur Teitur Guðnason, formaður
- Ásgeir Runólfsson
- Hilmar Sigurðsson
- Lilja Ósk Snorradóttir
- Þóra Hallgrímsdóttir
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.