Hoppa yfir valmynd

Verkefnisstjórn loftslagsaðgerða

Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Skipuð 5. júlí 2024.

Verkefnisstjórnin er skipuð í samræmi við 5. gr. laga um loftslagsmál og sbr. reglugerð 786/2024 um verkefnisstjórn vegna gerðar og eftirfylgni áætlana á sviði loftslagsmála til þriggja ára.

Hlutverk fulltrúa í verkefnisstjórn er m.a. að fylgja eftir þeim aðgerðum í aðgerðaáætlun loftslagsmála sem varða þeirra ráðuneyti, sjá um að árangursmælikvarðar aðgerðanna séu birtir reglulega og fylgjast með áhrifum aðgerða á losun gróðurhúsalofttegunda og annað sem er nauðsynlegt hverju sinni. Þá ber verkefnisstjórn einnig ábyrgð á gerð og eftirfylgni aðlögunaráætlunar um aðlögun íslensks samfélags að loftslagsbreytingum í samræmi við 5 gr. a laga nr. 70/2012.

Ásamt umsjón með áætlunum vegna loftslagsaðgerða skal verkefnisstjórn árlega skila skýrslu til ráðherra um framgang aðgerðaáætlunar. Í skýrslunni skal farið yfir þróun losunar og hvort hún er í samræmi við áætlanir, fjallað um framgang aðgerða og eftir atvikum settar fram ábendingar verkefnastjórnar. Á a.m.k. tveggja ára fresti skal skýrslan einnig fjalla um framgang aðlögunaraðgerða.

Reglugerð nr. 786/2024 tiltekur frekar hlutverk verkefnisstjórnar og felur henni að hafa umsjón með vinnu vegna bæði aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum og aðlögunaráætlunar.

Frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti
Halla Sigrún Sigurðardóttir, formaður
Elín Björk Jónasdóttir, varafulltrúi

Samkvæmt tilnefningu félags- og vinnumarkaðsráðuneytis
Tryggvi Haraldsson
Sigríður Víðis Jónsdóttir, varafulltrúi


Samkvæmt tilnefningu fjármála- og efnahagsráðuneytis
Helga Jónsdóttir
Sigurður Páll Ólafsson, varafulltrúi

Samkvæmt tilnefningu forsætisráðuneytis

Eggert Benedikt Guðmundsson
Ásta Bjarnadóttir, sérfræðingur, varafulltrúi

Samkvæmt tilnefningu dómsmálaráðuneytis
Kristrún Friðriksdóttir

Samkvæmt tilnefningu háskóla-, iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis
Elvar Knútur Valsson

Samkvæmt tilnefningu heilbrigðisráðuneytis
Sigrún Þóra Sveinsdóttir

Samkvæmt tilnefningu innviðaráðuneytis
Árni Freyr Stefánsson
Valgerður B. Eggertsdóttir, varafulltrúi

Samkvæmt tilnefningu matvælaráðuneytis
Björn Helgi Barkarson
Rafn Helgason, varafulltrúi

Samkvæmt tilnefningu menningar- og viðskiptaráðuneytis
Ingvi Már Pálsson
Sunna Þórðardóttir, varafulltrúi

Samkvæmt tilnefningu mennta- og barnamálaráðuneytis
Hafþór Einarsson
Ingibjörg Ólafsdóttir, varafulltrúi

Samkvæmt tilnefningu utanríkisráðuneytis
Elín R. Sigurðardóttir
Þorvarður Atli Þórsson, varafulltrúi

Samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sveitfélaga
Helga María Pálsdóttir
Gyða Einarsdóttir, varafulltrúi

Með verkefnisstjórninni munu starfa sérfræðingar frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti, Umhverfisstofnun og Veðurstofu Íslands.

Fastanefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta