Hoppa yfir valmynd

Nefnd um grænbók um stöðu ADHD mála á Íslandi

Heilbrigðisráðuneytið

Athyglisbrestur með eða án ofvirkni (ADHD) hefur víðtæk áhrif á einstaklinga, fjölskyldur og samfélagið. Mikið ákall hefur verið í samfélaginu um bætta þjónustu við þennan hóp fullorðinna og barna þar sem biðlistar eftir greiningu, meðferð og þjónustu eru langir. Heilbrigðisráðherra hefur því ákveðið að skipa nefnd sem falið er að skrifa grænbók um málaflokkinn.

Grænbækur eru gerðar til þess að örva umræðu og reifa sérstök mál á landsvísu. Þær eru unnar út frá samráðsjónarmiðum þannig að haghöfum er boðið að koma sjónarmiðum sínum á framfæri varðandi málefnið. Því er lagt til að starfshópurinn kalli að borðinu haghafa og sérfræðinga s.s. fulltrúa heilbrigðisþjónustu, fagfélaga, sjúklingasamtaka, embætti landlæknis, Sjúkratryggingar Íslands og Lyfjastofnun.

Grænbókarvinnu þessari er ætlað að leggja áherslu á mat á stöðu ADHD mála hér á landi.
  
Nefndina skipa

  • Bjarni Sigurðsson, án tilnefningar, formaður
  • Páll Matthíasson, formaður Geðráðs
  • Arnór Víkingsson, formaður Endurhæfingarráðs
  • Gyða Sigurlaug Haraldsdóttir, varaformaður ADHD samtakanna
  • Laufey Gunnlaugsdóttir, fulltrúi félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins
  • Sandra G. Zarif, fulltrúi mennta- og barnamálaráðuneytisins
  • Ingibjörg Sveinsdóttir, án tilnefningar, fulltrúi heilbrigðisráðuneytisins. 

Nefndin er skipuð af heilbrigðisráðherra 7. desember 2023 og er ætlað að skila ráðherra grænbók fyrir 1. júlí 2024.

Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta