Hoppa yfir valmynd

Vinnuhópur sem falið er að endurskoða lög um geislavarnir nr. 44/2002 í heild sinni

Heilbrigðisráðuneytið

Í starfi sínu skal hópurinn hafa heilbrigðisstefnu og lýðheilsustefnu til ársins 2030 til hliðsjónar. Vinnuhópurinn skal hafa samráð við helstu haghafa þar að lútandi, þ.e. félög heilbrigðisstétta, embætti landlæknis, helstu stofnanir, samtök og fyrirtæki sem varða málaflokkinn, auk annarra eftir því sem þurfa þykir til að tryggja sem breiðustu samstöðu um nýja heildarlöggjöf. 

Vinnuhópnum er gert að skila til ráðherra drögum að frumvarpi ásamt greinargerð og athugasemdum um einstaka greinar eigi síðar en 1. desember 2023. Gert er ráð fyrir að frumvarpsdrögin fari í Samráðsgátt stjórnvalda og þannig náist sem víðtækast samráð.

Vinnuhópinn skipa

  • Sigurður M. Magnússon, fyrrverandi forstjóri Geislavarna ríkisins, formaður
  • Gísli Jónsson, sérfræðingur hjá Geislavörnum ríkisins
  • Jónína Guðjónsdóttir, sérfræðingur hjá Geislavörnum ríkisins
  • María Sæm Bjarkardóttir, lögfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu
  • Guðlín Steinsdóttir, staðgengill skrifstofustjóra í heilbrigðisráðuneytinu. 

Vinnuhópurinn er skipaður af heilbrigðisráðherra 22. nóvember 2022.

 

Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta