Notendaráð heilbrigðisþjónustu skv. 14. gr. laga um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007
Hinn 9. júní sl. samþykkti Alþingi breytingar á fyrrgreindum lögum þar sem meðal annars var kveðið á um skipan slíks notendaráðs. Skal heilbrigðisráðherra skipa sjö fulltrúa í notendaráð heilbrigðisþjónustu samkvæmt tilnefningu frá starfandi sjúklingasamtökum.
Notendaráði er ætlað að veita forstjórum heilbrigðisstofnana og stjórn, þegar það á við, ráðgjöf og aðhald með virku samráði til að tryggja að sjónarmið notenda komi til skoðunar við ákvarðanatöku um skipulag og rekstur heilbrigðisstofnana. Þannig skal yfirstjórn heilbrigðisstofnunar tryggja samráð við notendaráðið við ákvarðanatöku um atriði er varða hagsmuni sjúklinga innan viðkomandi heilbrigðisstofnunar.
Gert er ráð fyrir að notendaráð velji sjálft formann og varaformann, úr sínum röðum, telji það tilefni til.
Ráðið er þannig skipað
- Héðinn Unnsteinsson, tiln. af Geðhjálp
- Halla Þorvaldsdóttir, tiln. af Krabbameinsfélaginu
- Daníel Ómar Viggósson, tiln. af Umhyggju, félagi langveikra barna
- Hjördís Ýrr Skúladóttir, tiln. af Öryrkjabandalagi Íslands
- Vilhjálmur Hjálmarsson, tiln. af Öryrkjabandalagi Íslands
- Sigrún Birgisdóttir, tiln. af Landssamtökunum Þroskahjálp
- Kristín I. Pálsdóttir, tiln. af Rótinni
Varamenn - Guðrún Þórsdóttir, tiln. af Geðhjálp
- Þorri Snæbjörnsson, tiln. af Krabbameinsfélaginu
- Fríða Björk Arnardóttir, tiln. af Umhyggju, félagi langveikra barna
- Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir, tiln. af Öryrkjabandalagi Íslands
- Unnur Helga Óttarsdóttir, tiln. af Landssamtökunum Þroskahjálp
- Helga Baldvinsd. Bjargardóttir, tiln. af Rótinni.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.