Stjórn Loftslags- og orkusjóðs
Skipuð 13. september 2024.
Stjórnin er skipuð samkvæmt 3. gr. laga um Orkusjóð nr. 76/2020, með síðari breytingum til fjögurra ára.
Stjórnin skal hafa yfirumsjón með umsýslu sjóðsins í samræmi við hlutverk hans. Orkustofnun annast daglega umsýslu Loftslags- og Orkusjóðs undir yfirstjórn stjórnar sjóðsins. Stjórninni er þó heimilt að framselja óháðum aðila faglega umsýslu sjóðsins samkvæmt samningi.
Ákvarðanir sem teknar eru um að veita styrki úr Loftslags- og orkusjóði eru endanlegar á stjórnsýslustigi.
Skv. 2. gr. laganna er hlutverk Loftslags- og orkusjóðs að stuðla að hagkvæmri nýtingu orkuauðlinda landsins með styrkjum eða lánum, einkum til aðgerða er miða að því að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis og auka nýtingu á innlendum endurnýjanlegum orkugjöfum. Loftslags- og orkusjóður styður jafnframt við verkefni sem stuðla að orkuöryggi og samkeppnishæfni á sviði orkumála og orkutengd verkefni á grundvelli orkustefnu, nýsköpunarstefnu, byggðastefnu og stefnu stjórnvalda í loftslagsmálum.
Loftslags- og orkusjóður skal enn fremur styðja við nýsköpunar- og innviðaverkefni á sviði loftslagsmála, verkefni sem stuðla að innleiðingu hringrásarhagkerfisins og verkefni sem lúta að kynningu og fræðslu um áhrif loftslagsbreytinga. Jafnframt er hlutverk sjóðsins að sjá um beinar stuðningsaðgerðir, svo sem styrki til kaupa á rafbílum og styrki til jarðhitaleitar, eftir atvikum hverju sinni.
Án tilnefningar
Haraldur Benediktsson, formaður
Diljá Mist Einarsdóttir
Samkvæmt tilnefningu háskólasamfélagsins
Jón Geir Pétursson
Samkvæmt tilnefningu Samtaka atvinnulífsins
Katrín Helga Hallgrímsdóttir
Samkvæmt tilnefningu umhverfis- og náttúruverndarsamtaka
Guðmundur Hörður Guðmundsson,
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.