Stýrihópur um um framfylgd þingsályktunar um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni fyrir árin 2021-2025
Skipunartími stýrihóps um framfylgd þingsályktunar um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni fyrir árin 2021-2025, hefur verið framlengdur til loka árs 2025 í samræmi við gildistíma þingsályktunarinnar.
Markmið með starfi stýrihópsins er að koma á samhæfðum vinnubrögðum, skýra ábyrgð, greina skörun og koma á góðu samstarfi ábyrgðaraðila við framfylgd áætlunarinnar.
Stýrihópurinn er þannig skipaður:
- Sunna Diðriksdóttir, sérfræðingur á skrifstofu jafnréttis- og mannréttindamála, formaður.
- Hjalti Ómar Ágústsson, sérfræðingur og fulltrúi Jafnréttisstofu, varaformaður.
- Sigrún Sóley Jökulsdóttir, sérfræðingur og fulltrúi Menntamálastofnunar.
- Ólöf Ásta Farestveit, sérfræðingur og fulltrúi Barnaverndarstofu.
- Helga María Pálsdóttir, sviðsstjóri og fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga.
- Jenný Ingudóttir, sérfræðingur og fulltrúi Embættis landlæknis.
- Hrafnkell Tumi Kolbeinsson, sérfræðingur á skrifstofu framhaldsskóla og -fræðslu og fulltrú mennta- og menningarmálaráðuneytis.
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.