Starfshópur um starfsumhverfi jarðhitavinnslu
Skipaður 3. október 2024.
Hópurinn hefur það hlutverk að greina starfsumhverfi jarðhitavinnslu hér á landi með það að markmiði að tryggja að löggjöf sem innleiðir regluverk ESB taki mið af sérstöðu jarðhita í orkukerfi Íslands og koma í veg fyrir að innleidd löggjöf feli í sér óþarfa hindranir fyrir jarðhitavinnslu og afleidda starfsemi.
Starfshópurinn skal skila greinargerð til ráðherra eigi síðar en 1. desember 2025 um greiningu hópsins á starfsumhverfi jarðhitavinnslu og skal henni eftir atvikum fylgja tillögur um úrbætur.
Hópurinn skal í vinnu sinni leggja áherslu á eftirfarandi:
Rafeldsneytisframleiðsla
• Hópurinn skal kortleggja lagaumgjörð jarðhitavinnslu í samhengi við lagaumgjörð refeldsneytisframleiðslu. Í því samhengi þarf sérstaklega að rýna regluverk ESB um endurnýjanlegt eldsneyti (RFNBO) og setja í samhengi við CCS og ETS tilskipanir.
• Mikilvægt er að tryggja að íslenskt regluverk heimili nýtingu CO2 frá jarðhitavirkjunum til rafeldsneytisframleiðslu og að rafeldsneytið flokkist sem „grænt“ í þessum skilningi.
Málið þarf að skoða í samhengi við reglur um loftslagsbókhald .
Frádráttur losunar frá jarðhitavirkjunum
• Í endurskoðuðum leiðbeiningarskjölum með CCS tilskipuninni kemur fram að ef CO2 frá jarðhitavirkjun er fangað í þeim tilgangi að dæla niður og draga frá í loftslagsbókhaldi, þurfi viðkomandi rekstraraðili að hafa geymsluleyfi í samræmi við CCS-tilskipunina.
• Hópurinn leggi mat á það hvort ástæða sé til að skoða frekar hvort slík starfsemi geti fallið undir annað regluverk, t.d. vatnatilskipun (WFD) og laga um stjórn vatnamála.
• Hópurinn leggi mat á hvort ástæða sé til að kanna hvort endurflokka eigi losun frá jarðhitavirkjunum.
Hagsmunagæsla
• Hópurinn skal jafnframt leggja til með hvaða hætti íslensk stjórnvöld geti sem best staðið vörð um hagsmuni íslenskrar jarðhitavinnslu á vettvangi Evrópusambandsins.
Að auki skal hópurinn hafa samráð við aðra sérfræðinga innan ráðuneytisins og stofnana þess sem þekkingu hafa á viðkomandi viðfangsefnum eftir þörfum. Hópurinn skal tryggja samtal og samráð við helstu hagsmunaaðila eins og þurfa þykir.
Án tilnefningar
Steinar Örn Jónsson, formaður
Helga Barðadóttir
Samkvæmt tilnefningu Háskóla Íslands
Andri Stefánsson
Samkvæmt tilnefningu Jarðhitaskólans
Bjarni Richter
Samkvæmt tilnefningu Umhverfisstofnunar
Nicole Keller
Ríkey Kjartansdóttir
Samkvæmt tilnefningu Orkustofnunar
Ragnar Ásmundsson
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.