Hoppa yfir valmynd

Starfshópur um aðgerðir til varnar útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería

Heilbrigðisráðuneytið

Verkefnið er unnið í samstarfi heilbrigðisráðuneytisins, matvælaráðuneytis og umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytis og mun formaður hópsins eiga reglulega fundi með ráðuneytisstjórum þessara ráðuneyta.

Ónæmi gegn sýklalyfjum hefur farið ört vaxandi í heiminum sem gerir meðferð ýmissa sýkinga afar erfiða. Á heimsvísu lætur fjöldi fólks lífið á hverju ári af völdum sýklalyfjaónæmra baktería.

Alþjóðastofnanir á sviði heilbrigðismála, matvæla og umhverfis hafa bent á að útbreiðsla sýklalyfjaónæmis sé ein helsta heilbrigðisógn manna í dag. Þessar stofnanir hafa einnig hvatt þjóðir til að grípa til allra mögulegra ráða til að stemma stigu við útbreiðslunni undir yfirskriftinni ,,Ein heilsa“ (e. One Health) þar sem hugmyndafræðin er sú að heilbrigði manna, dýra  og umhverfis sé samtengt, að sjúkdómar berist í menn frá dýrum og umhverfi, og öfugt, sem bregðast þurfi við með heildstæðum hætti. Unnið hefur verið að þessum málum hér á landi og í september 2021 var lokaskýrsla starfshóps um aðgerðaáætlanir o.fl. vegna sýklalyfjaónæmra baktería í mönnum, dýrum, sláturafurðum og matvælum kynnt í ríkisstjórn. Í lokaskýrslunni er lagt til að skipaður verði þverfaglegur hópur til að vinna að aðgerðum. 

Ákveðið hefur því verið að skipa starfshóp í samræmi við ofangreint sem hefur það hlutverk að auka þverfaglegt samstarf á þessu sviði og móta framtíðarsýn í málaflokknum til næstu 10 ára. Þá er hópnum falið að móta aðgerðaáætlun í málefnum sýklalyfjaónæmis til næstu 5 ára og leggja til leiðir til að koma aðgerðum til framkvæmda auk þess að vinna að vitundarvakningu í samfélaginu um sýklalyfjaónæmi.

Starfshópinn skipa

  • Þórólfur Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalæknir, án tilnefningar, formaður
  • Anna Margrét Halldórsdóttir, tilnefnd af sóttvarnalækni
  • Hólmfríður Þorsteinsdóttir, tilnefnd af Umhverfisstofnun
  • Jón Steinar Jónsson, tilnefndur af Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
  • Karl Gústaf Kristinsson, tilnefndur af Landspítala
  • Þórunn Rafnar Þorsteinsdóttir, tilnefnd af Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræðum að Keldum
  • Vigdís Tryggvadóttir, tilnefnd af Matvælastofnun
  • Guðlín Steinsdóttir, án tilnefningar og jafnframt starfsmaður starfshópsins


Starfshópurinn er skipaður af heilbrigðisráðherra frá 23. nóvember 2022 til næstu tveggja ára. Skipunartími starfshópsins síðan framlengdur til 1. desember 2026. 

 
Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta