Starfshópur um eftirágreiðslur almannatrygginga
Hlutverk starfshópsins er að skoða og útfæra leiðir til þess að breyta núverandi greiðslufyrirkomulagi almannatrygginga. Enn fremur skal hópurinn skoða hvort tilefni sé til að breyta greiðslufyrirkomulagi annarra greiðslna sem Tryggingastofnun innir af hendi með það að markmiði að einfalda og jafnvel samræma núverandi greiðslufyrirkomulag allra greiðslna frá stofnuninni. Þá er það einnig hlutverk hópsins að leggja mat á kostnað við þær leiðir sem kunna að vera færar.
Starfshópurinn er þannig skipaður:
- Ingibjörg Sigríðar Elíasdóttir, án tilnefningar, félags- og vinnumarkaðsráðuneyti, formaður
- Jóhanna Lind Elíasdóttir, án tilnefningar, félags- og vinnumarkaðsráðuneyti
- Marta Guðrún Skúladóttir, tiln. af fjármála- og efnahagsráðuneyti
- Sigurbjörg Gísladóttir, tiln. af Landssambandi eldri borgara
- Helgi Samúel Guðnason, tiln. af Skattinum
- Guðmar Guðmundsson, tiln. af Tryggingastofnun
- Sigríður Hanna Ingólfsdóttir, tiln. af Öryrkjabandalagi Íslands
Ekki er greitt sérstaklega fyrir setu í starfshópnum af hálfu ráðuneytisins.
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.